Stóraukinn ólöglegur innflutningur á mat og tóbaki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 20:00 Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira