Stóraukinn ólöglegur innflutningur á mat og tóbaki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 20:00 Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Ólöglegur innflutningur á matvælum og tóbaki í gegnum flugstöðina í Keflavík hefur stóraukist milli ára. Um fjórfalt meira af fuglakjöti hefur verið fargað á þessu ári en á sama tíma í fyrra og tollverðir hafa tekið þrefalt magn af sígarettum. Yfir helmingur matvælanna er frá Asíu að sögn yfirtollvarðar. Þeir sem eiga leið um flugvöllinn í Keflavík mega taka með sér þrjú kíló af matvælum öðrum en hráu kjöti. Ef farþegar gefa sig ekki fram við tollyfirvöld er allur matur umfram það gerður upptækur. Þeir sem eru með meira geta þó gefið sig fram og greitt af matnum viðeigandi gjöld. Á þessu ári hafa tollverðir látið farga rúmlega 2,2 tonnum af matvælum en maturinn er brenndur í Kölku, sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Er þetta gríðarleg aukning milli ára en á sama tíma í fyrra höfðu tollyfirvöld látið farga um 1,3 tonnum af matvælum. Ekki er einugis hægt að skýra þetta með farþegafjölgun þar sem innflutningur matvæla hefur aukist umfram það. Yfirtollvörður segist ekki hafa neinar haldbærar skýringar. „En teljum þó að aukning í farþegaflutningum sé hluti af þessari aukningu og kannski meiri ferðalög til framandi staða því mikið af þessum mat er að koma frá Austur-Asíu," segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður. Mest hefur verið tekið af svínakjöti, eða um 408 kíló, en það er gríðarleg aukning milli ára þar sem einungis 132 kíló höfðu verið tekin á sama tíma í fyrra. Þá er mikil aukning á innflutningi á fuglakjöti, eða fjörföldun milli ára. „Þetta svínakjöt er mikið frá Póllandi. Það er náttúrulega fjöldi íbúa Póllands sem fer oft á milli og nokkur þúsund Pólverjar sem búa á Íslandi og þeir eru kannski að freistast til þess að grípa með sér einhvern mat og þá umfram það sem má vera," segir Kári. Innflutningur á tóbaki, aðallega sígarettum, hefur einnig stóraukist. Tollverðir hafa tekið um þrefalt meira en í fyrra og eru farþegar þá að kaupa ódýrara tóbak erlendis. „Að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á síðasta ári tókum við meðal annars einhver 60 eða 70 karton í einu. Tvær fullar feðatöskur og þetta er bara þónokkuð algengt," segir Kári. „Stærstur hluti af þessu er að koma frá Póllandi og löndunum þar í kring," segir hann.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira