„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 17:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vísir/Ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30
Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30