Katrín: Allt undir í kvöld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 18:03 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, eftir þingflokksfund í kvöld. Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira