Margvísleg áhrif óveðursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. nóvember 2017 08:22 Aðgerðastjórn var virkjuð á höfuðborgarsvæðinu í gær. VÍSIR/VILHELM Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum. Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum.
Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30