Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ræðst í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 08:49 Frá fundi formannanna í Syðra-Lanholti á föstudag. Vísir/Ernir Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23
Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03