Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu strax í dag Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi!
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun