"Ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:30 „Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“ Heilsa Hollywood Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“
Heilsa Hollywood Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira