Öryggismál hafna verða tekin til endurskoðunar í kjölfar banaslyss á Árskógssandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 18:00 Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. ja.is „Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“ Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“
Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10
Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42
Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08