„Við vorum að koma af leynifundi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 14:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum í dag. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. „Það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Maður vill ekki mæta seint á Bessastaði,“ sagði Sigmundur við blaðamenn eftir fund sinn með forseta í dag. „En við ræddum sameiginlegar áherslur okkar og vorum sammála um hversu mikilvægt væri að tekið væri á þeim í nýrri ríkisstjórn.“Sigmundur segir að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. Báðir vilji þeir ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins og bæta stöðu eldri borgara til dæmis. Hann segir að flokkar sem hafi lagt áherslu á þau mál hafi unnið sigur í kosningunum. Inga sjálf sagði í samtali við RÚV að flokkarnir ættu margt sameiginlegt. „Miðflokkurinn og Flokkur fólksins geta vel verið samstíga, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða í stjórn,“ sagði Inga í samtali við fréttastofu RÚV.Sigmundur Davíð á fundi forseta Íslands í dag.Vísir/Anton BrinkLokar ekki á samstarf við neinn Hann segir þó að flokkarnir hafi ekki gert formlegt bandalag sín á milli um samstarf í stjórnarmyndunarviðræðunum en segir að það væri mikill styrkur að hafa bæði Miðflokkinn og Flokk fólksins í ríkisstjórn. Hann segist þó ekki útiloka samstarf við neina flokka. „Maður verður að vera tilbúinn til að vinna með alls konar fólki.“Er líklegt að þú getir náð saman með Framsóknarflokknum? „Já ég tel að það sé vel hægt ef litið er til málefna Framsóknarflokksins.“ Sigmundur sagðist jafnframt hafa rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarsamstarf en vildi ekki svara því hvort Bjarni hefði opnað formlega á samstarf. Bjarni og Sigmundur sátu sem kunnugt er í ríkisstjórn saman á árunum 2013-2016 eða allt þar til Sigmundur sagði af sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-skjalanna. Þá tók hann undir með öðrum formönnum sem farið hafa á fund forseta í dag með að mikilvægt væri að hafa nægan tíma til að ræða saman og komast að skynsamlegri niðurstöðu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
Formenn og oddvitar bregðast við úrslitunum Kosningar eru að baki og úrslitin eru ljós. Átta flokkar af tíu komust á þing og nú taka stjórnarmyndunarviðræður við. Fréttablaðið hafði samband við formenn eða oddvita allra flokka sem buðu sig fram og sóttist eftir viðbrögðum. 30. október 2017 06:00
Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08