Framsókn ræður miklu um mögulegt stjórnarsamstarf til hægri og vinstri Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:45 Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag. Kosningar 2017 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag.
Kosningar 2017 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira