Við stoppuðum partýið Björt Ólafsdóttir skrifar 20. október 2017 07:00 Skömmu eftir stjórnarslitin birti greiningadeild Arion banka úttekt sem staðhæfði um meintan kostnað íslenskra hlutabréfaeigenda af stjórnarslitunum. Viðskiptablaðamenn báru sig líka aumlega fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins og sjálfstæðismenn voru raunamæddir fyrir hönd umbjóðenda sinna sem sagðir voru hafa tapað tugum milljóna vegna ákvörðunar um stjórnarslit sem engin ástæða var talin á. Ef litið er á sömu línurit núna þar sem einungis er búið að lengja tímaásinn sést að engir peningar hafa tapast, nema kannski þá einungis þeir sem voru aðeins froða fyrir. Við þekkjum alveg svoleiðis. Engum þessara aðila datt í hug að spyrja um beinan kostnað samfélagsins alls af því að kynferðisafbrot eru ekki tækluð sem skyldi í stjórnsýslunni og að ráðamenn hafi beitt öllu sínu til að sópa umræðunni undir teppið því hún var þeim óþægileg. Í framhaldinu voru margir viðskiptamenn pirraðir á því að hlutirnir hefðu ekki bara fengið að ganga sinn vanagang. Menn sáu fyrir sér sölu ríkiseigna, Arion banka til dæmis, sem reyndar veitir ekki af innspýtingu því fjárfestingar hans í United Silicon eru bæði óarðbærar og samfélaginu vondar. Það voru ýmsir alveg að fara að græða en sáu svo hindrun í veginum sem var stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sem sagði stopp og kveikti ljósin í partýinu. Það er ýmislegt frábært við Ísland. En sumt verðum við að laga og það ekki einhvern tímann seinna þegar við erum búin að gera allt hitt á listanum okkar. Rannsóknir sýna að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verður fyrir kynferðislegri misnotkun hér á landi. Uppreist æru málið snerist um afbrot gegn börnum og feluleik stjórnvalda. Traust var rofið og Björt framtíð sat ekki meðvirk hjá. Þöggun og léleg afgreiðsla á kynbundnu ofbeldi í gegnum áraraðir skiptir öllu máli að uppræta í íslensku samfélagi í dag. Það er mér ráðgáta af hverju íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki sett stjórnmálin á hliðina miklu fyrr út af því. En við í Bjartri framtíð gerðum það, og myndum gera það aftur. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skömmu eftir stjórnarslitin birti greiningadeild Arion banka úttekt sem staðhæfði um meintan kostnað íslenskra hlutabréfaeigenda af stjórnarslitunum. Viðskiptablaðamenn báru sig líka aumlega fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins og sjálfstæðismenn voru raunamæddir fyrir hönd umbjóðenda sinna sem sagðir voru hafa tapað tugum milljóna vegna ákvörðunar um stjórnarslit sem engin ástæða var talin á. Ef litið er á sömu línurit núna þar sem einungis er búið að lengja tímaásinn sést að engir peningar hafa tapast, nema kannski þá einungis þeir sem voru aðeins froða fyrir. Við þekkjum alveg svoleiðis. Engum þessara aðila datt í hug að spyrja um beinan kostnað samfélagsins alls af því að kynferðisafbrot eru ekki tækluð sem skyldi í stjórnsýslunni og að ráðamenn hafi beitt öllu sínu til að sópa umræðunni undir teppið því hún var þeim óþægileg. Í framhaldinu voru margir viðskiptamenn pirraðir á því að hlutirnir hefðu ekki bara fengið að ganga sinn vanagang. Menn sáu fyrir sér sölu ríkiseigna, Arion banka til dæmis, sem reyndar veitir ekki af innspýtingu því fjárfestingar hans í United Silicon eru bæði óarðbærar og samfélaginu vondar. Það voru ýmsir alveg að fara að græða en sáu svo hindrun í veginum sem var stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sem sagði stopp og kveikti ljósin í partýinu. Það er ýmislegt frábært við Ísland. En sumt verðum við að laga og það ekki einhvern tímann seinna þegar við erum búin að gera allt hitt á listanum okkar. Rannsóknir sýna að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verður fyrir kynferðislegri misnotkun hér á landi. Uppreist æru málið snerist um afbrot gegn börnum og feluleik stjórnvalda. Traust var rofið og Björt framtíð sat ekki meðvirk hjá. Þöggun og léleg afgreiðsla á kynbundnu ofbeldi í gegnum áraraðir skiptir öllu máli að uppræta í íslensku samfélagi í dag. Það er mér ráðgáta af hverju íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki sett stjórnmálin á hliðina miklu fyrr út af því. En við í Bjartri framtíð gerðum það, og myndum gera það aftur. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.