Tuttuguogfimmþúsundkallinn á ábyrgð fjórflokks og Pírata Ólafur Ísleifsson skrifar 20. október 2017 08:30 Frítekjumarkið ellilífeyris var ákveðið 25 þúsund krónur með breytingu á lögum um almannatryggingar sem tók gildi 1. janúar sl. Frumvarp og nefndarálit leiðir í ljós að við meðferð frumvarpsins sem m.a. fól í sér breytingar á ellilífeyrisákvæðum almannatrygginga var talið flækja kerfið að sama frítekjumark gilti ekki um allar tekjur, óháð uppruna þeirra. Haldið var fram að í því skyni að til að einfalda kerfið væri ekki gert ráð fyrir frítekjumörkum vegna tekna í breyttu kerfi en samhliða var lagt til að áhrif tekna á fjárhæð ellilífeyris yrðu hin sömu án tillits til hvers konar tekjur er um að ræða. Fyrir atbeina hagsmunasamtaka aldraðra, sem töldu mikilvægt að ellilífeyrisþegar gætu haft tekjur án þess að þær hefðu áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins, varð að ráði að setja frítekjumark sem gilti um allar tekjur. Af hálfu stjórnarmeirihlutans var ákveðið að ellilífeyrisþegar mættu hafa 25.000 kr. á mánuði í tekjur án þess að það hafi áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar. Frítekjumarkið er almennt og skiptir ekki máli hvort um er að ræða atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur eða hugsanlega aðrar greiðslur. Minni hlutinn, þar á meðal píratar studdu, þessa tillögu meiri hlutans um 25.000 kr. frítekjumark fyrir allar tekjur eldri borgara. Flokkur fólksins hefur tekið eindregna afstöðu gegn þessu naumt skammtaða frítekjumarki allt frá upphafi. Fjárhæðin dugir ekki einu sinni fyrir kostnaði við að sækja vinnu. Sjálfur hef ég ítrekað tekið málið upp, ekki síst hvað þetta lága frítekjumark gerir eldra fólki erfitt um vik við að auka tekjur sínar. Fólk lifir æ lengur og býr margt hvert við góða heilsu og starfsorku. Hér er dýrmætt vinnuafl sem leggur af mörkum til samfélagsins með því að greiða skatta og skyldur. Með útilokun þessa aldurshóps frá vinnumarkaði er litið fram hjá jákvæðum efnahagslegum, félagslegum og lýðheilsufræðlegum sjónarmiðum. Nú keppast aðrir flokkar, ekki síst þeir sem ábyrgð bera á tuttuguogfimmþúsundkallinum, við að taka upp stefnu Flokks fólksins, svo trúverðug sem sú afstaða er að leggjast gegn eigin hugarfóstri. Flokkur fólksins mun beita sér af alefli í þessu máli svo eldra fólk geti án þessara skerðinga stundað vinnu og aukið þannig tekjur sínar og lífsgæði eftir því sem vilji þeirra og geta stendur til. Frítekjumarkið er eitt sf mörgum málum sem Flokkur fólksins ætlar að afgreiða i burt fái hann brautargengi í kosningunum.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Frítekjumarkið ellilífeyris var ákveðið 25 þúsund krónur með breytingu á lögum um almannatryggingar sem tók gildi 1. janúar sl. Frumvarp og nefndarálit leiðir í ljós að við meðferð frumvarpsins sem m.a. fól í sér breytingar á ellilífeyrisákvæðum almannatrygginga var talið flækja kerfið að sama frítekjumark gilti ekki um allar tekjur, óháð uppruna þeirra. Haldið var fram að í því skyni að til að einfalda kerfið væri ekki gert ráð fyrir frítekjumörkum vegna tekna í breyttu kerfi en samhliða var lagt til að áhrif tekna á fjárhæð ellilífeyris yrðu hin sömu án tillits til hvers konar tekjur er um að ræða. Fyrir atbeina hagsmunasamtaka aldraðra, sem töldu mikilvægt að ellilífeyrisþegar gætu haft tekjur án þess að þær hefðu áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins, varð að ráði að setja frítekjumark sem gilti um allar tekjur. Af hálfu stjórnarmeirihlutans var ákveðið að ellilífeyrisþegar mættu hafa 25.000 kr. á mánuði í tekjur án þess að það hafi áhrif á fjárhæð ellilífeyrisins til lækkunar. Frítekjumarkið er almennt og skiptir ekki máli hvort um er að ræða atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur eða hugsanlega aðrar greiðslur. Minni hlutinn, þar á meðal píratar studdu, þessa tillögu meiri hlutans um 25.000 kr. frítekjumark fyrir allar tekjur eldri borgara. Flokkur fólksins hefur tekið eindregna afstöðu gegn þessu naumt skammtaða frítekjumarki allt frá upphafi. Fjárhæðin dugir ekki einu sinni fyrir kostnaði við að sækja vinnu. Sjálfur hef ég ítrekað tekið málið upp, ekki síst hvað þetta lága frítekjumark gerir eldra fólki erfitt um vik við að auka tekjur sínar. Fólk lifir æ lengur og býr margt hvert við góða heilsu og starfsorku. Hér er dýrmætt vinnuafl sem leggur af mörkum til samfélagsins með því að greiða skatta og skyldur. Með útilokun þessa aldurshóps frá vinnumarkaði er litið fram hjá jákvæðum efnahagslegum, félagslegum og lýðheilsufræðlegum sjónarmiðum. Nú keppast aðrir flokkar, ekki síst þeir sem ábyrgð bera á tuttuguogfimmþúsundkallinum, við að taka upp stefnu Flokks fólksins, svo trúverðug sem sú afstaða er að leggjast gegn eigin hugarfóstri. Flokkur fólksins mun beita sér af alefli í þessu máli svo eldra fólk geti án þessara skerðinga stundað vinnu og aukið þannig tekjur sínar og lífsgæði eftir því sem vilji þeirra og geta stendur til. Frítekjumarkið er eitt sf mörgum málum sem Flokkur fólksins ætlar að afgreiða i burt fái hann brautargengi í kosningunum.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar