Eitthvað sem ég hef ekki fundið áður Hörður Ágústsson skrifar 20. október 2017 10:06 Það var eftirminnileg umræðan um uppreist æru sem átti sér stað í bumbuboltanum fyrir um mánuði síðan. Hitinn og orkan sem við settum í umræðuna var langtum meiri en orkan sem fór í að sparka boltanum. Við vorum á einu máli um að nú væri nóg komið af leyndarhyggjunni og sérhagsmunagæslunni sem lengi hefur umlukið íslensk stjórnmál. En skipti það nokkru máli hvað okkur fannst? Sama kvöld féll ríkisstjórnin. Björt framtíð tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfi og byggði þá ákvörðun á kröfu almennings um heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Björt framtíð stóð við gildin sín og hafði þor til að stíga fram og #hafahátt. Þau hlustuðu og tóku afstöðu með þjóðinni. Ég fann fyrir létti og bjartsýni. Ég fann líka fyrir virðingu í minn garð af hálfu stjórnmálaafls, eitthvað sem ég hef ekki fundið áður. Þessi ákvörðun Bjartar framtíðar um stjórnarslit eru skýrt dæmi um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Nýtt og heilbrigðara samtal á milli Alþingis og landsmanna er farið að taka á sig mynd. Pólitíkin er að breytast og ég vil taka þátt í þeim breytingum. Ég vil vera hluti af stjórnmálaafli sem: - Raunverulega áttar sig á því að þau eru fulltrúar þjóðar en ekki foringjar hennar. - Þorir að hlusta og taka erfið og þung skref í átt að breytingum. - Mun leggja samning við ESB fyrir þjóðina í stað þess að hjúpa það ferli með leynd. - Lofar ekki 100 milljörðum í allskonar til að kaupa sér atkvæði. - Skilur að sterkt menntakerfi er lykillinn að þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. - Skilur að mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara suma, og að þau eru grunnurinn að heilbrigðu samfélagi. - Hafnar leyndarhyggju og sérhagsmunagæslu. - Virðir náttúruna og áttar sig á að hún er það verðmætasta sem við eigum. Með þessum áherslum, og fjölmörgum öðrum, er Björt framtíð öflugur þátttakandi í því að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum vera leiðandi afl sem talar fyrir heiðarleika og gagnsæi og færir Alþingi nær þjóðinni. Breytingarnar eru nú þegar hafnar og ég vona að þú kjósir bjarta framtíð með okkur.Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 2. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það var eftirminnileg umræðan um uppreist æru sem átti sér stað í bumbuboltanum fyrir um mánuði síðan. Hitinn og orkan sem við settum í umræðuna var langtum meiri en orkan sem fór í að sparka boltanum. Við vorum á einu máli um að nú væri nóg komið af leyndarhyggjunni og sérhagsmunagæslunni sem lengi hefur umlukið íslensk stjórnmál. En skipti það nokkru máli hvað okkur fannst? Sama kvöld féll ríkisstjórnin. Björt framtíð tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfi og byggði þá ákvörðun á kröfu almennings um heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Björt framtíð stóð við gildin sín og hafði þor til að stíga fram og #hafahátt. Þau hlustuðu og tóku afstöðu með þjóðinni. Ég fann fyrir létti og bjartsýni. Ég fann líka fyrir virðingu í minn garð af hálfu stjórnmálaafls, eitthvað sem ég hef ekki fundið áður. Þessi ákvörðun Bjartar framtíðar um stjórnarslit eru skýrt dæmi um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Nýtt og heilbrigðara samtal á milli Alþingis og landsmanna er farið að taka á sig mynd. Pólitíkin er að breytast og ég vil taka þátt í þeim breytingum. Ég vil vera hluti af stjórnmálaafli sem: - Raunverulega áttar sig á því að þau eru fulltrúar þjóðar en ekki foringjar hennar. - Þorir að hlusta og taka erfið og þung skref í átt að breytingum. - Mun leggja samning við ESB fyrir þjóðina í stað þess að hjúpa það ferli með leynd. - Lofar ekki 100 milljörðum í allskonar til að kaupa sér atkvæði. - Skilur að sterkt menntakerfi er lykillinn að þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. - Skilur að mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara suma, og að þau eru grunnurinn að heilbrigðu samfélagi. - Hafnar leyndarhyggju og sérhagsmunagæslu. - Virðir náttúruna og áttar sig á að hún er það verðmætasta sem við eigum. Með þessum áherslum, og fjölmörgum öðrum, er Björt framtíð öflugur þátttakandi í því að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum vera leiðandi afl sem talar fyrir heiðarleika og gagnsæi og færir Alþingi nær þjóðinni. Breytingarnar eru nú þegar hafnar og ég vona að þú kjósir bjarta framtíð með okkur.Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 2. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður.