Ryk í augu kjósenda Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. október 2017 06:00 „Það er umhugsunarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þarna hitti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar og félagsmálaráðherra, naglann á höfuðið í innsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess um að kynna sér málið til hlítar. Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu? Krónublinda margra íslenskra stjórnmálamanna og annarra framámanna í þjóðlífinu er mögulega skýrasta dæmið um þetta. Vaxtastig er mæling á áhættu. Ástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi hefur þannig ekkert með verðtryggingu að gera. Verðtryggingin er séríslenskt tæki til að verja atvinnulífið fyrir verðbólgunni og þeim miklu sveiflum sem sögulega hafa verið á gengi krónunnar. Lögbundin verðtrygging þekkist heldur varla annarsstaðar á byggðu bóli, og alls ekki í evrulöndunum svo dæmi sé tekið. Rétt er að benda á að sérfræðinganefnd Seðlabankans hefur varað við því að heimilin í landinu myndu stórtapa á afnámi verðtryggingar, enda myndi kaupmáttur minnka, fasteignaverð stórlækka og landsframleiðsla dragast saman. Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni. Döpur reynslan kennir okkur að það er í besta falli óraunsætt og í versta falli óheiðarlegt að halda öðru fram. Stórar hugmyndir Miðflokksins um endurskipulagningu bankakerfisins eru því miður sama marki brenndar. Hluti þeirra gerir ráð fyrir stofnun netbanka sem falið verður að lækka vaxtastig og bæta önnur kjör. Aftur þá er verið að leita sökudólgs á röngum stað. Vaxtastigið er ekki bönkunum að kenna, heldur gjaldmiðlinum. Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna. Verðtryggingin og vaxtastigið er eitt, og annað eru útgjaldahugmyndir Vinstri grænna og fleiri sem lofa tug milljarða innviðafjárfestingu. Þær á að borga með hátekju- og auðlegðarskatti. Gallinn er sá að þegar fræðimenn líta undir húddið kemur í ljós að slíkur skattur gæti í besta falli fjármagnað fjögur til átján prósent útgjaldaloforðana. Þarf ekki að gera kröfur um nákvæmari framsetningu hjá fólki sem vill komast í ríkisstjórn? "Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er umhugsunarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þarna hitti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar og félagsmálaráðherra, naglann á höfuðið í innsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess um að kynna sér málið til hlítar. Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu? Krónublinda margra íslenskra stjórnmálamanna og annarra framámanna í þjóðlífinu er mögulega skýrasta dæmið um þetta. Vaxtastig er mæling á áhættu. Ástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi hefur þannig ekkert með verðtryggingu að gera. Verðtryggingin er séríslenskt tæki til að verja atvinnulífið fyrir verðbólgunni og þeim miklu sveiflum sem sögulega hafa verið á gengi krónunnar. Lögbundin verðtrygging þekkist heldur varla annarsstaðar á byggðu bóli, og alls ekki í evrulöndunum svo dæmi sé tekið. Rétt er að benda á að sérfræðinganefnd Seðlabankans hefur varað við því að heimilin í landinu myndu stórtapa á afnámi verðtryggingar, enda myndi kaupmáttur minnka, fasteignaverð stórlækka og landsframleiðsla dragast saman. Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni. Döpur reynslan kennir okkur að það er í besta falli óraunsætt og í versta falli óheiðarlegt að halda öðru fram. Stórar hugmyndir Miðflokksins um endurskipulagningu bankakerfisins eru því miður sama marki brenndar. Hluti þeirra gerir ráð fyrir stofnun netbanka sem falið verður að lækka vaxtastig og bæta önnur kjör. Aftur þá er verið að leita sökudólgs á röngum stað. Vaxtastigið er ekki bönkunum að kenna, heldur gjaldmiðlinum. Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna. Verðtryggingin og vaxtastigið er eitt, og annað eru útgjaldahugmyndir Vinstri grænna og fleiri sem lofa tug milljarða innviðafjárfestingu. Þær á að borga með hátekju- og auðlegðarskatti. Gallinn er sá að þegar fræðimenn líta undir húddið kemur í ljós að slíkur skattur gæti í besta falli fjármagnað fjögur til átján prósent útgjaldaloforðana. Þarf ekki að gera kröfur um nákvæmari framsetningu hjá fólki sem vill komast í ríkisstjórn? "Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu?"
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar