„Fjórflokkurinn er endanlega dauður“ Anton Egilsson skrifar 21. október 2017 14:58 Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira