Mun ástandið versna? Ingimar Einarsson skrifar 23. október 2017 07:00 Þann 21. júní sl. stóð KPMG á Íslandi fyrir fræðslufundi fyrir stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar og aðra sem eru áhugasamir um stefnumótun í heilbrigðismálum. Aðalfyrirlesarinn á samkomunni, Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health, leitaðist við að svara spurningunni um hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé í raun og veru til. Erindi hans var byggt á athugunum KPMG á heilbrigðiskerfum um 70 landa.Glöggt er gestsaugað Niðurstaða Mark Britnell er sú að heilbrigðiskerfi þróaðra landa séu í grunninn svipuð, en í samanburði milli landa skeri einstakir þættir sig úr, að því er varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Við uppbyggingu góðs heilbrigðiskerfis mætti þannig leita fyrirmynda til þeirra landa sem best standa á hverju sviði fyrir sig. Í tengslum við Íslandsheimsóknina hafði Mark Britnell kynnt sér skipulag heilbrigðisþjónustunnar og heimsótt Landspítala. Hann lýsti þeirri skoðun að ef ekki verði gerðar viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðismálum á Íslandi muni ástandið sennilega eiga eftir að versna. Ekki þurfi aðeins breytingar á sjúkrahús- og öldrunarþjónustunni, heldur verði að efla samstarf og samtal á milli grunnþjónustu og sértækrar heilbrigðisþjónustu.Heilbrigðisáætlun Á tíunda áratug síðustu aldar var rætt mikið um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi. Það leiddi til þess að Alþingi samþykkti á vormánuðum 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú vinna virðist hafa farið fram hjá Mark Britnell því hann undraðist að hafa ekki séð nein merki um langtímaáætlanir í heilbrigðismálum á Íslandi. En tekið skal undir með honum að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og gera heilbrigðisáætlun til lengri tíma.Óbreytt hlutdeild Í þessu samhengi er fróðlegt að líta á fjármál hins opinbera árið 2016, sem Hagstofan gerði nýlega grein fyrir í riti sínu, Hagtíðindum. Þar kemur fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafi numið 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 2015 og 2016. Það þýðir að hlutdeild heilbrigðiskerfisins í verðmætasköpuninni hefur haldist óbreytt bæði þessi ár. Það er því langt í land að ná því markmiði að verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. (Hvert prósentustig í VLF 2016 var 24,2 milljarðar króna).Vaxandi þjónustuþörf Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á að mikil fjölgun aldraðra kalli á aukna sjúkrahúsþjónustu á næstu áratugum. Mannaflaspár sýna að á næstu tveimur áratugum muni fjöldi íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldast og verða meira en 20% mannfjöldans árið 2035. Þrátt fyrir það virðist lítið vera gert til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf þessa þjóðfélagshóps. Á Landspítala ríkir þegar neyðarástand vegna skorts á úrræðum fyrir hjúkrunarsjúklinga sem lokið hafa meðferð og bíða eftir vistun í hjúkrunarrýmum. Frambjóðendur til Alþingis mættu hafa þessar staðreyndir í huga og ekki síst þeir sem munu taka að sér að mynda næstu ríkisstjórn.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 21. júní sl. stóð KPMG á Íslandi fyrir fræðslufundi fyrir stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar og aðra sem eru áhugasamir um stefnumótun í heilbrigðismálum. Aðalfyrirlesarinn á samkomunni, Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health, leitaðist við að svara spurningunni um hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé í raun og veru til. Erindi hans var byggt á athugunum KPMG á heilbrigðiskerfum um 70 landa.Glöggt er gestsaugað Niðurstaða Mark Britnell er sú að heilbrigðiskerfi þróaðra landa séu í grunninn svipuð, en í samanburði milli landa skeri einstakir þættir sig úr, að því er varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Við uppbyggingu góðs heilbrigðiskerfis mætti þannig leita fyrirmynda til þeirra landa sem best standa á hverju sviði fyrir sig. Í tengslum við Íslandsheimsóknina hafði Mark Britnell kynnt sér skipulag heilbrigðisþjónustunnar og heimsótt Landspítala. Hann lýsti þeirri skoðun að ef ekki verði gerðar viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðismálum á Íslandi muni ástandið sennilega eiga eftir að versna. Ekki þurfi aðeins breytingar á sjúkrahús- og öldrunarþjónustunni, heldur verði að efla samstarf og samtal á milli grunnþjónustu og sértækrar heilbrigðisþjónustu.Heilbrigðisáætlun Á tíunda áratug síðustu aldar var rætt mikið um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi. Það leiddi til þess að Alþingi samþykkti á vormánuðum 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú vinna virðist hafa farið fram hjá Mark Britnell því hann undraðist að hafa ekki séð nein merki um langtímaáætlanir í heilbrigðismálum á Íslandi. En tekið skal undir með honum að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og gera heilbrigðisáætlun til lengri tíma.Óbreytt hlutdeild Í þessu samhengi er fróðlegt að líta á fjármál hins opinbera árið 2016, sem Hagstofan gerði nýlega grein fyrir í riti sínu, Hagtíðindum. Þar kemur fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafi numið 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 2015 og 2016. Það þýðir að hlutdeild heilbrigðiskerfisins í verðmætasköpuninni hefur haldist óbreytt bæði þessi ár. Það er því langt í land að ná því markmiði að verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. (Hvert prósentustig í VLF 2016 var 24,2 milljarðar króna).Vaxandi þjónustuþörf Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á að mikil fjölgun aldraðra kalli á aukna sjúkrahúsþjónustu á næstu áratugum. Mannaflaspár sýna að á næstu tveimur áratugum muni fjöldi íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldast og verða meira en 20% mannfjöldans árið 2035. Þrátt fyrir það virðist lítið vera gert til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf þessa þjóðfélagshóps. Á Landspítala ríkir þegar neyðarástand vegna skorts á úrræðum fyrir hjúkrunarsjúklinga sem lokið hafa meðferð og bíða eftir vistun í hjúkrunarrýmum. Frambjóðendur til Alþingis mættu hafa þessar staðreyndir í huga og ekki síst þeir sem munu taka að sér að mynda næstu ríkisstjórn.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun