Ný stjórnmál Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 24. október 2017 07:00 Kosningaloforðum fylgir ákveðin mótsögn. Á einn háttinn er linnulaus eftirspurn eftir þeim. Á hinn bóginn vitum við öll að flokkar „svíkja“ þau yfirleitt, eða öllu heldur, mistekst að uppfylla þau. Samt er sífellt krafist fleiri kosningaloforða, sérstaklega í risavöxnu, flóknu málaflokkunum sem krefjast yfirlegu og raunsæis. Allir flokkar kannast við kröfur um já/nei svör við flóknum spurningum og galdralausnir á samfélagsins stærstu vandamálum. Flottastir þykja flokkarnir sem veita einföldustu svörin, því þau teljast skýrust. En einföldustu svörin eru einmitt þau hættulegustu vegna þess að þau taka ekki tillit til tveggja staðreynda: Mikilvægustu vandamálin eru jafnan þau flóknustu og enginn einn flokkur ræður einn að loknum kosningum. En það þarf auðvitað að spyrja og fá svör, þannig að hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þurfa flokkar að gera heimavinnuna sína. Það kostar þá tíma, vinnu og glerhart, stundum sársaukafullt raunsæi. Það er ábyrgð sem skortir nær algerlega í íslenskum kosningabaráttum. En þeir þurfa líka að geta rætt tillögur sínar og hugmyndir án þess að þær séu sjálfkrafa túlkaðar sem einhvers konar „loforð“. Flokkar þekkja ekki framtíðina fyrirfram og atkvæði gera ekki frambjóðendur almáttuga. Mun ábyrgara er að flokkar bjóði fram áætlanir og sýni með gögnum hvernig þær standist, þannig að þeir þurfi einfaldlega ekki afsakanir fyrir aðgerðaleysi seinna meir. Áherslur Pírata eru það; áherslur. Í stað þess að treysta á góðar afsakanir fyrir því að geta svikið loforð með góðri samvisku seinna meir, búum við frekar undir okkar áherslur með því að gera þær einfaldlega sem raunhæfastar og sem opnastar fyrir gagnrýni og samstarfi við aðra. Þetta gerum við með því að birta opinberlega áætlanir okkar um fjármögnun áherslna okkar. Við vonum að kjósendur kunni að meta þessa tilraun og taki þátt í henni með því að ljá okkur atkvæði sitt í komandi kosningum. Höfundur er í 1. sæti Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Hrafn Gunnarsson Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Kosningaloforðum fylgir ákveðin mótsögn. Á einn háttinn er linnulaus eftirspurn eftir þeim. Á hinn bóginn vitum við öll að flokkar „svíkja“ þau yfirleitt, eða öllu heldur, mistekst að uppfylla þau. Samt er sífellt krafist fleiri kosningaloforða, sérstaklega í risavöxnu, flóknu málaflokkunum sem krefjast yfirlegu og raunsæis. Allir flokkar kannast við kröfur um já/nei svör við flóknum spurningum og galdralausnir á samfélagsins stærstu vandamálum. Flottastir þykja flokkarnir sem veita einföldustu svörin, því þau teljast skýrust. En einföldustu svörin eru einmitt þau hættulegustu vegna þess að þau taka ekki tillit til tveggja staðreynda: Mikilvægustu vandamálin eru jafnan þau flóknustu og enginn einn flokkur ræður einn að loknum kosningum. En það þarf auðvitað að spyrja og fá svör, þannig að hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þurfa flokkar að gera heimavinnuna sína. Það kostar þá tíma, vinnu og glerhart, stundum sársaukafullt raunsæi. Það er ábyrgð sem skortir nær algerlega í íslenskum kosningabaráttum. En þeir þurfa líka að geta rætt tillögur sínar og hugmyndir án þess að þær séu sjálfkrafa túlkaðar sem einhvers konar „loforð“. Flokkar þekkja ekki framtíðina fyrirfram og atkvæði gera ekki frambjóðendur almáttuga. Mun ábyrgara er að flokkar bjóði fram áætlanir og sýni með gögnum hvernig þær standist, þannig að þeir þurfi einfaldlega ekki afsakanir fyrir aðgerðaleysi seinna meir. Áherslur Pírata eru það; áherslur. Í stað þess að treysta á góðar afsakanir fyrir því að geta svikið loforð með góðri samvisku seinna meir, búum við frekar undir okkar áherslur með því að gera þær einfaldlega sem raunhæfastar og sem opnastar fyrir gagnrýni og samstarfi við aðra. Þetta gerum við með því að birta opinberlega áætlanir okkar um fjármögnun áherslna okkar. Við vonum að kjósendur kunni að meta þessa tilraun og taki þátt í henni með því að ljá okkur atkvæði sitt í komandi kosningum. Höfundur er í 1. sæti Pírata í Reykjavík suður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar