Mannréttindi á leigumarkaði Nichole Leigh Mosty skrifar 24. október 2017 08:52 Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Björt framtíð hefur sýnt ítrekað að mannréttindi eru eitt okkar stærstu stefnumála og útrýming fátæktar í heiminum er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma. Hérlendis lenda sífellt fleiri í fátæktargildru vegna þess að þeir festast á leigumarkaði. Markaði sem er sérstaklega erfiður fyrir ungt fólk. Réttur fólks til fullnægjandi húsnæðis er tilgreindur í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þar segir „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis og sífellt batnandi lífsskilyrða.“ Íslendingar undirrituðu sáttmálann árið 1968 og staðfestu ellefu árum síðar. Þegar ég var 18 ára flutti ég að heiman, til annars fylkis í Bandaríkjunum til að fara í nám. Mér datt aldrei í hug að kaupa húsnæði þegar ég var á tvítugsaldri. Það hefði þýtt frelsisskerðing. Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá hjá jafnöldrum mínum fyrr en við værum farin að eiga börn og búin að finna okkur framtíðarstarf. Ég hafði hins vegar aðgang að góðum leigumarkaði. Fyrst til að byrja með í stúdentaíbúð sem var svo sem engin draumaíbúð en hún var hagkvæm og örugg. Og möguleikarnir á ýmsum útfærslum af námsmannaíbúðum voru svo sannarlega fyrir hendi. Ég gat ákveðið að búa ein eða með öðrum og alltaf á góðum kjörum þar sem ég var námsmaður. Ég notaði aldrei meira en 20% af laununum mínum í húsnæðiskostnað og hafði tækifæri til að leggja til hliðar fé til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Og það fylgdu því m.a.s. réttindi að greiða tryggingu og undirrita leigusamning. Þetta hljómar eins og útópía á Íslandi. Ég sótti nýverið húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs. Þar kom fram að 64% þess fólks sem er á leigumarkaði er á aldrinum 18-34 ára. 33% þeirra eru námsmenn og 47% öryrkjar. Fólk leigir myglaðar kjallaraholur á 200.000 á mánuði. Leigusali hefur svo allt um bæði leiguverð og lengd leigusamnings að segja. Og það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þá slagsíðu. Leigjendur eru upp til hópa fólk með litla möguleika til að afla sér tekna. Húsnæðisbætur ná eingöngu til 42% leigjenda. Ástæðan virðist að einhverju leyti tengd skorti á upplýsingum, tengslum við leigusala eða því að fólk býr í óuppgefnu leiguhúsnæði. Okkur í Bjartri framtíð langar að móta stefnu og aðgerðir til að koma á heilbrigðum leigumarkaði. Tryggja þarf réttindi leigjenda og skýra leikreglur og eftirlit á leigumarkaði. Stefnan þarf að skapa jafnræði og vernd á markaði með tilliti til hópa eins og námsmanna, öryrkja og aldraðra. Hagnaðarsjónarmið stórra leigufélaga ættu að vera þar til umfjöllunar, takmörkun og reglur vegna útleigu í gegnum Airb&b og hvating í gegnum skattkerfið til að leigja út herbergi eða hluta af eigin íbúðarhúsnæði. Vegna skorts á leiguhúsnæði gengur leigumarkaður dagsins í dag út á uppboð og yfirboð sem leiðir þann hóp sem síst skyldi í gildru. Ef ég mætti ráða gengi heilbrigður leigumarkaður út á þessi markmið: Að tryggja öruggt leiguhúsnæði til langs tíma Að leigufélagið væri rekið í eðlilegu hagnaðarskyni, Að leigjendur greiddu ekki meira en 25% af samanlögðum tekjum heimilisins í húsnæðiskostnað, Að fólk þekkti réttindi sín og hefði aðgang að slíkum upplýsingum, Að leigumarkaðurinn leiddi fólk ekki til fátæktar heldur kæmi í veg fyrir slík mannréttindabrot. Við í Bjartri framtíð viljum framtíð með heilbrigðum leigumarkaði. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun