Höldum fast utan um okkar landbúnað Karl Liljendal Hólmgeirsson skrifar 24. október 2017 10:31 Við í Miðflokknum stöndum af heilum hug með landbúnaðinum. Við stöndum með landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni af því að við vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að geta tryggt okkur holl og góð matvæli á öllum tímum. Okkar landbúnaður er líka einstakur á mjög margan hátt. Hér hafa aldrei verið notuð vaxtahvetjandi hormón í framleiðslu og sýklalyfjanotkun í álgjöru lágmarki á heimsvísu og umhverfið er hér hreint og ómengað. Á fínu máli er talað um fæðuöryggi (það að eiga mat) og matvælaöryggi (að maturinn sé hollur og öruggur). Við skiljum þessi orð og við skiljum líka samhengið milli landbúnaðar og byggðar í landinu. Við vitum að landbúnaðurinn er hluti af byggðastefnu og hver við erum sem þjóð. Við teljum því mikilvægt að standa vörð um starfsskilyrði landbúnaðarins. Hugmyndir um að afnema ákvæði búvörulaganna sem hafa leift mjólkurbændum að vinna að hagræðingu í mjólkurvinnslunni væri fráleitt nú, því þá væri kastað á glæ þeim mikla árangri sem hefur skilað sér beint til okkar neytenda í lægra verði og gert kúabændum mögulegt að reka alvöru bú. Við viljum ekki innflutning á hráu kjöti og tollvernd er í okkar huga eins sjálfsögð og að læsa bílnum þegar við förum frá honum. Allar þjóðir í kringum okkur eru að passa uppá sinn landbúnað með styrkjum og tollvernd. Okkar mál er að passa uppá okkar landbúnað, en ekki vera í einhverjum Evrópuleik þar sem við erum bara peð og það tæki ekki nema augnablik fyrir verslunarrisa eða stórframleiðendur að eyða okkar frábæru matvælum af kortinu með innflutningi niðurgreiddra matvæla, sem líklega væru þá einnig af miklu lakari gæðum. Settu X við Miðflokkinn ef þú villt góðan mat og landið allt í byggð.Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við í Miðflokknum stöndum af heilum hug með landbúnaðinum. Við stöndum með landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni af því að við vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að geta tryggt okkur holl og góð matvæli á öllum tímum. Okkar landbúnaður er líka einstakur á mjög margan hátt. Hér hafa aldrei verið notuð vaxtahvetjandi hormón í framleiðslu og sýklalyfjanotkun í álgjöru lágmarki á heimsvísu og umhverfið er hér hreint og ómengað. Á fínu máli er talað um fæðuöryggi (það að eiga mat) og matvælaöryggi (að maturinn sé hollur og öruggur). Við skiljum þessi orð og við skiljum líka samhengið milli landbúnaðar og byggðar í landinu. Við vitum að landbúnaðurinn er hluti af byggðastefnu og hver við erum sem þjóð. Við teljum því mikilvægt að standa vörð um starfsskilyrði landbúnaðarins. Hugmyndir um að afnema ákvæði búvörulaganna sem hafa leift mjólkurbændum að vinna að hagræðingu í mjólkurvinnslunni væri fráleitt nú, því þá væri kastað á glæ þeim mikla árangri sem hefur skilað sér beint til okkar neytenda í lægra verði og gert kúabændum mögulegt að reka alvöru bú. Við viljum ekki innflutning á hráu kjöti og tollvernd er í okkar huga eins sjálfsögð og að læsa bílnum þegar við förum frá honum. Allar þjóðir í kringum okkur eru að passa uppá sinn landbúnað með styrkjum og tollvernd. Okkar mál er að passa uppá okkar landbúnað, en ekki vera í einhverjum Evrópuleik þar sem við erum bara peð og það tæki ekki nema augnablik fyrir verslunarrisa eða stórframleiðendur að eyða okkar frábæru matvælum af kortinu með innflutningi niðurgreiddra matvæla, sem líklega væru þá einnig af miklu lakari gæðum. Settu X við Miðflokkinn ef þú villt góðan mat og landið allt í byggð.Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi