Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn Hjörleifur Hallgríms skrifar 24. október 2017 12:57 Eftir árásir og einelti, sem ég hélt að væri verið að reyna að uppræta, venjulega að ósekju, sá Sigmundur Davíð sig knúinn til að segja sig úr Framsóknarflokknum, sem var ekki sársaukalaust, og stofnaði Miðflokkinn. Það voru fleiri en hann, sem sögðu sig úr flokknum og var það hjá mörgum mikið tilfinningamál eðlilega, en þetta sama fólk sætti sig einfaldlega ekki við linnulausar árásirnar á saklausan manninn. Örugglega hefði enginn trúað því fyrirfram að maðurinn, sem hafði leitt Framsóknarflokkinn í kosningunum 2013 til eins af stærstu sigrum flokksins, sem unnist hafði eða rúm 23% atkv. og 19 þingmenn yrði hrakinn frá forystu flokksins með smán á flokksþinginu haustið 2016. Ég hef marg sagt að það er er öllum frjálst að bjóða sig fram til formanns í Framsóknarflokknum en það, sem Sigurður Ingi gerði lýsir þvílíkum óheilindum og dómgreindarleysi að jaðrar við einsdæmi. þá, fyrir nokkrum mánuðum hafði hann marglýst því yfir bæði á fundum og í fjölmiðlum að myndi ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð. Sigurður Ingi var kosinn formaður Framsóknaflokksins á fyrrgreindu flokksþingi en skyldi hann eða grasrótin, sem hann ber fyrir sig að hafi skorað á sig órað fyrir þvílíkum harmleik og hruni, sem varð hjá flokknum að tapa 11 þingmönnum úr 19 í 8. Þvílik útreið hjá nýjum formanni. Og nú stefnir í enn meira tap samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Sigurður Ingi ef þetta kallast ekki að láta fífla sig af misvitlausu og dómgreindarlausu fóki veit ég ekki hvað það er. Sigmundur Davíð er afburða stjórnmálamaður að visku og vexti en oft er það svo að smælingjarnir þola ekki yfirburðina og þá er tekið til örþrifaráða t.d. skítkastsins. Eftir að hafa kynnt mér stefnuskrá Miðflokksins sé ég glögglega handbragð meistarans og varð mér þá strax hugsað til þeirra stóru mála, sem hann knúði í gegn þegar hann var forsætisráðherra og má þar t.d. nefna Icesavemálið, skuldaleiðréttingu heimilanna, sem hvorutveggja sparaði fjölskyldunum í landinu milljónir, uppgjörið við kröfuhafana og erlendu hrægammana, sem ætluðu að hirða fúlgur fjár úr landi. Þá var ég auðvitað mjög hrifinn af hvernig hann einblínir á að bæta verulega kjör eldirborgara og öryrkja, en fyrrum fjármálaráðherrar hafa haldi því fólki undir fátækramörkum.Hjörleifur Hallgríms, eldri borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eftir árásir og einelti, sem ég hélt að væri verið að reyna að uppræta, venjulega að ósekju, sá Sigmundur Davíð sig knúinn til að segja sig úr Framsóknarflokknum, sem var ekki sársaukalaust, og stofnaði Miðflokkinn. Það voru fleiri en hann, sem sögðu sig úr flokknum og var það hjá mörgum mikið tilfinningamál eðlilega, en þetta sama fólk sætti sig einfaldlega ekki við linnulausar árásirnar á saklausan manninn. Örugglega hefði enginn trúað því fyrirfram að maðurinn, sem hafði leitt Framsóknarflokkinn í kosningunum 2013 til eins af stærstu sigrum flokksins, sem unnist hafði eða rúm 23% atkv. og 19 þingmenn yrði hrakinn frá forystu flokksins með smán á flokksþinginu haustið 2016. Ég hef marg sagt að það er er öllum frjálst að bjóða sig fram til formanns í Framsóknarflokknum en það, sem Sigurður Ingi gerði lýsir þvílíkum óheilindum og dómgreindarleysi að jaðrar við einsdæmi. þá, fyrir nokkrum mánuðum hafði hann marglýst því yfir bæði á fundum og í fjölmiðlum að myndi ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð. Sigurður Ingi var kosinn formaður Framsóknaflokksins á fyrrgreindu flokksþingi en skyldi hann eða grasrótin, sem hann ber fyrir sig að hafi skorað á sig órað fyrir þvílíkum harmleik og hruni, sem varð hjá flokknum að tapa 11 þingmönnum úr 19 í 8. Þvílik útreið hjá nýjum formanni. Og nú stefnir í enn meira tap samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Sigurður Ingi ef þetta kallast ekki að láta fífla sig af misvitlausu og dómgreindarlausu fóki veit ég ekki hvað það er. Sigmundur Davíð er afburða stjórnmálamaður að visku og vexti en oft er það svo að smælingjarnir þola ekki yfirburðina og þá er tekið til örþrifaráða t.d. skítkastsins. Eftir að hafa kynnt mér stefnuskrá Miðflokksins sé ég glögglega handbragð meistarans og varð mér þá strax hugsað til þeirra stóru mála, sem hann knúði í gegn þegar hann var forsætisráðherra og má þar t.d. nefna Icesavemálið, skuldaleiðréttingu heimilanna, sem hvorutveggja sparaði fjölskyldunum í landinu milljónir, uppgjörið við kröfuhafana og erlendu hrægammana, sem ætluðu að hirða fúlgur fjár úr landi. Þá var ég auðvitað mjög hrifinn af hvernig hann einblínir á að bæta verulega kjör eldirborgara og öryrkja, en fyrrum fjármálaráðherrar hafa haldi því fólki undir fátækramörkum.Hjörleifur Hallgríms, eldri borgari