Vill að Trump haldi sig frá helstu málunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 14:45 Donald Trump og Bob Corker. Vísir/GETTY Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker fór víða um í morgunsjónvarpi Bandaríkjanna þar sem hann gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega. Hann biðlaði til Trump að hætta að skipta sér af helstu málefnum Bandaríkjanna. Hann ætti að láta „sérfræðingana sjá um þetta í bili“. Donald Trump brást reiður við yfirlýsingum Corker og gagnrýndi hann og uppnefndi á Twitter. Meðal þess sem Corker sagði í dag, samkvæmt frétt Washington Post, var að nokkrir starfsmenn forsetans gerðu sitt besta til að halda aftur af honum, en Trump hefði hins vegar skaðað, meðal annars, og grafið undan utanríkisráðherra sinn með einföldum tístum. Þannig væri hann að gera viðræður við til dæmis Norður-Kóreu erfiðar og mögulega leiða til stríðs. Þá mætti Corker í þáttinn Good Morning America á ABC og sagði forsetanum að stíga til hliðar og láta sérfræðinga sjá um málin.Sen. Bob Corker doubles down on Trump critique; on North Korea "I would like him to leave it to the Professionals for a while" pic.twitter.com/ArgbRTxhnB— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) October 24, 2017 Corker kom einnig að skattaáætlunum repúblikana og sagðist vonast til þess að Hvíta húsið yrði ekki fyrir. Að málið fengi að vera í eðlilegu ferli án afskipta. Trump virtist nú ekki sáttur við þessa gagnrýni og svaraði fyrir sig á Twitter. Þar sagði hann Corker hafa komið að „vonda“ kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Hann gæti ekki verið kosinn hundaveiðari í Tenessee og sé nú að berjast gegn lækkun skatta. Þar að auki sagði Trump að Corker hefði ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til öldungadeildar bandaríkjaþings eftir að Trump neitaði að styðja hann.Bob Corker, who helped President O give us the bad Iran Deal & couldn't get elected dog catcher in Tennessee, is now fighting Tax Cuts....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...Corker dropped out of the race in Tennesse when I refused to endorse him, and now is only negative on anything Trump. Look at his record!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump segir Corker hafa komið að samkomulaginu við Íran. Staðreyndin er sú að Corker var andvígur samkomulaginu og reyndi að koma í veg fyrir Barack Obama gæti fellt niður viðskiptaþvinganir gagnvart Íran. Þá greiddi hann atkvæði gegn samkomulaginu, samkvæmt Politifact.com.Þá sagði Corker fyrr í mánuðinum að það væri ekki rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað.Sjá einnig: Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnarCorker svaraði einnig tístum Trump með eigin tísti. Þar sagði hann Trump flytja sömu lygarnar og sagði forsetann ljúga sífellt. Við það bætti hann „#AlertTheDaycareStaff“. Þar vísaði hann til gamalla ummæla sinna um að Hvíta húsið væri orðið að dagvistun fyrir aldraða.Same untruths from an utterly untruthful president. #AlertTheDaycareStaff— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 24, 2017 Trump var þó ekki hættur og sendi frá sér þrjú tíst til viðbótar á einum klukkutíma. Þar kallaði forsetinn Corker „léttvigtar-þingmann“ sem hefði ekki getað náð endurkjöri. Nú ætli hann að berjast gegn skattalækkunum. Við það bætti forsetinn við að Corker væri óhæfur í starfi sínum sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. „Sjáið hvað Bandaríkin hafa staðið sig illa. Hann hefur ekki hugmynd um að allur heimurinn VAR að hlægja að okkur og nota okkur. Fólk eins og litli (liddle) Bob Corker hafa valdið afturförum í Bandaríkjunum. Nú stefnum við fram á við!“Isn't it sad that lightweight Senator Bob Corker, who couldn't get re-elected in the Great State of Tennessee, will now fight Tax Cuts plus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Sen. Corker is the incompetent head of the Foreign Relations Committee, & look how poorly the U.S. has done. He doesn't have a clue as.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...the entire World WAS laughing and taking advantage of us. People like liddle' Bob Corker have set the U.S. way back. Now we move forward!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker fór víða um í morgunsjónvarpi Bandaríkjanna þar sem hann gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega. Hann biðlaði til Trump að hætta að skipta sér af helstu málefnum Bandaríkjanna. Hann ætti að láta „sérfræðingana sjá um þetta í bili“. Donald Trump brást reiður við yfirlýsingum Corker og gagnrýndi hann og uppnefndi á Twitter. Meðal þess sem Corker sagði í dag, samkvæmt frétt Washington Post, var að nokkrir starfsmenn forsetans gerðu sitt besta til að halda aftur af honum, en Trump hefði hins vegar skaðað, meðal annars, og grafið undan utanríkisráðherra sinn með einföldum tístum. Þannig væri hann að gera viðræður við til dæmis Norður-Kóreu erfiðar og mögulega leiða til stríðs. Þá mætti Corker í þáttinn Good Morning America á ABC og sagði forsetanum að stíga til hliðar og láta sérfræðinga sjá um málin.Sen. Bob Corker doubles down on Trump critique; on North Korea "I would like him to leave it to the Professionals for a while" pic.twitter.com/ArgbRTxhnB— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) October 24, 2017 Corker kom einnig að skattaáætlunum repúblikana og sagðist vonast til þess að Hvíta húsið yrði ekki fyrir. Að málið fengi að vera í eðlilegu ferli án afskipta. Trump virtist nú ekki sáttur við þessa gagnrýni og svaraði fyrir sig á Twitter. Þar sagði hann Corker hafa komið að „vonda“ kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Hann gæti ekki verið kosinn hundaveiðari í Tenessee og sé nú að berjast gegn lækkun skatta. Þar að auki sagði Trump að Corker hefði ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til öldungadeildar bandaríkjaþings eftir að Trump neitaði að styðja hann.Bob Corker, who helped President O give us the bad Iran Deal & couldn't get elected dog catcher in Tennessee, is now fighting Tax Cuts....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...Corker dropped out of the race in Tennesse when I refused to endorse him, and now is only negative on anything Trump. Look at his record!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump segir Corker hafa komið að samkomulaginu við Íran. Staðreyndin er sú að Corker var andvígur samkomulaginu og reyndi að koma í veg fyrir Barack Obama gæti fellt niður viðskiptaþvinganir gagnvart Íran. Þá greiddi hann atkvæði gegn samkomulaginu, samkvæmt Politifact.com.Þá sagði Corker fyrr í mánuðinum að það væri ekki rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað.Sjá einnig: Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnarCorker svaraði einnig tístum Trump með eigin tísti. Þar sagði hann Trump flytja sömu lygarnar og sagði forsetann ljúga sífellt. Við það bætti hann „#AlertTheDaycareStaff“. Þar vísaði hann til gamalla ummæla sinna um að Hvíta húsið væri orðið að dagvistun fyrir aldraða.Same untruths from an utterly untruthful president. #AlertTheDaycareStaff— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 24, 2017 Trump var þó ekki hættur og sendi frá sér þrjú tíst til viðbótar á einum klukkutíma. Þar kallaði forsetinn Corker „léttvigtar-þingmann“ sem hefði ekki getað náð endurkjöri. Nú ætli hann að berjast gegn skattalækkunum. Við það bætti forsetinn við að Corker væri óhæfur í starfi sínum sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. „Sjáið hvað Bandaríkin hafa staðið sig illa. Hann hefur ekki hugmynd um að allur heimurinn VAR að hlægja að okkur og nota okkur. Fólk eins og litli (liddle) Bob Corker hafa valdið afturförum í Bandaríkjunum. Nú stefnum við fram á við!“Isn't it sad that lightweight Senator Bob Corker, who couldn't get re-elected in the Great State of Tennessee, will now fight Tax Cuts plus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Sen. Corker is the incompetent head of the Foreign Relations Committee, & look how poorly the U.S. has done. He doesn't have a clue as.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...the entire World WAS laughing and taking advantage of us. People like liddle' Bob Corker have set the U.S. way back. Now we move forward!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira