Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2017 04:00 Tæplega fjórðungur landsmanna segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. vísir/friðrik þór Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn ef kosið væri nú. Hann fengi rúm 24 prósent atkvæða. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með rúm 19 prósent atkvæða. Samfylkingin fengi 14,3 prósent. Miðflokkurinn er með tæp 10 prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Þá er Viðreisn með tæp 8 prósent og Framsóknarflokkurinn með rúm 6 prósent. Flokkur fólksins mælist svo með rúmlega 4 prósenta fylgi og Björt framtíð með tæplega 2 prósent. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna munu sjö flokkar fá kjörna fulltrúa á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sautján þingmenn kjörna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði þá fjórum mönnum færra en í dag. Þingmönnum VG myndi fjölga um fjóra og yrðu þeir alls fjórtán eftir kosningar. Samfylkingin ætti þriðja stærsta þingflokkinn og ættu þar tíu þingmenn sæti í stað þriggja þingmanna núna. Hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs, Miðflokkurinn, ætti sjö fulltrúa á Alþingi. Þá yrðu sex Píratar á Alþingi í stað tíu núna. Þá myndi þingmönnum Viðreisnar fækka um tvo, yrðu fimm en voru sjö eftir síðustu kosningar. Framsókn fengi fjóra þingmenn. Í nýrri könnun Fréttablaðsins er byggt á tvöfalt stærra úrtaki en í fyrri könnunum í október. Vikmörkin eru á bilinu 0,7 til 2,1 prósent.AðferðafræðiHringt var í 2.551 þar til náðist í 1.602 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. október. Svarhlutfallið var 62,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 73,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 5,4 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 6,5 prósent sögðust óákveðin og 14,3 prósent neituðu að svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar gæti þrefaldast að stærð að loknum kosningum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi ef kosið væri nú. Hann var með 5,37 prósenta fylgi eftir kosningarnar fyrir ári. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn ef kosið væri nú. Hann fengi rúm 24 prósent atkvæða. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með rúm 19 prósent atkvæða. Samfylkingin fengi 14,3 prósent. Miðflokkurinn er með tæp 10 prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Þá er Viðreisn með tæp 8 prósent og Framsóknarflokkurinn með rúm 6 prósent. Flokkur fólksins mælist svo með rúmlega 4 prósenta fylgi og Björt framtíð með tæplega 2 prósent. Ef þetta verða niðurstöður kosninganna munu sjö flokkar fá kjörna fulltrúa á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sautján þingmenn kjörna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði þá fjórum mönnum færra en í dag. Þingmönnum VG myndi fjölga um fjóra og yrðu þeir alls fjórtán eftir kosningar. Samfylkingin ætti þriðja stærsta þingflokkinn og ættu þar tíu þingmenn sæti í stað þriggja þingmanna núna. Hinn nýi flokkur Sigmundar Davíðs, Miðflokkurinn, ætti sjö fulltrúa á Alþingi. Þá yrðu sex Píratar á Alþingi í stað tíu núna. Þá myndi þingmönnum Viðreisnar fækka um tvo, yrðu fimm en voru sjö eftir síðustu kosningar. Framsókn fengi fjóra þingmenn. Í nýrri könnun Fréttablaðsins er byggt á tvöfalt stærra úrtaki en í fyrri könnunum í október. Vikmörkin eru á bilinu 0,7 til 2,1 prósent.AðferðafræðiHringt var í 2.551 þar til náðist í 1.602 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. október. Svarhlutfallið var 62,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 73,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 5,4 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 6,5 prósent sögðust óákveðin og 14,3 prósent neituðu að svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01