Formaðurinn getur ekki kosið flokkinn Haraldur Guðmundsson skrifar 28. október 2017 06:00 Pálmey er ekki búin að ákveða hver fær atkvæði hennar. vísir/Ernir „Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
„Ég hef nú fyrir reglu að gefa ekki upp hvað ég kýs en ég get ekki kosið Dögun þó ég sé á lista hjá flokknum og formaður hans,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar, sem er búsett í Reykjavík og getur því ekki kosið sinn eigin flokk þar sem flokkurinn býður einungis fram í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017. Pálmey segist ekki búin að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fær hennar atkvæði í dag þegar hún mætir í Ingunnarskóla í Grafarholti til að kjósa. „Ég er í rauninni ekki búin að ákveða neitt. Það eru margir flokkar sem eru með mjög góð málefni. Þau eru öll í málefnaskrá Dögunar og þeir virðast flestir hafa kosið að taka þau upp. Ef ég fengi að ráða væri öllum steypt saman í einn flokk sem héti Dögun og við gætum kosið hann. En ég er ansi hrædd um að ruslatunnur landsins fyllist á sunnudag af sviknum loforðum,“ segir Pálmey. Formaðurinn tók við embættinu hjá Dögun í janúar síðastliðnum. Afskipti Pálmeyjar af stjórnmálum hófust að hennar eigin sögn árið 2012 þegar hún tók þátt í stofnun og var síðar kjörin varaformaður Samstöðu. Pálmey var í framboði fyrir Flokk heimilanna í alþingiskosningunum 2013 og Dögun í kosningunum í október í fyrra þar sem flokkurinn fékk 1,7 prósent atkvæða. Báðir flokkarnir buðu fram á landsvísu og var Pálmey á framboðslistum í Norðvesturkjördæmi en búsett í borginni. „Ég ólst upp í mjög pólitísku umhverfi á Sauðárkróki þar sem Framsókn réði en fjölskyldan studdi Sjálfstæðisflokkinn. En mér var kennt að maður ætti að skoða málin frá öllum hliðum og að allir hefðu sjálfstæða hugsun og getu til þess að velja og hafna. En ég er eins og kötturinn. Ég kem alltaf niður á fæturna,“ segir Pálmey og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira