Góð kjörsókn í höfuðborginni gæti skilað sér til „Reykjavíkurflokkanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 14:28 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira