Bjarkey: „Getum ekki verið í kosningum ár eftir ár“ Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:11 Bjarkey Gunnarsdóttir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“ Kosningar 2017 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi segist ekki geta verið annað en ánægð með þær tölur sem séu að birtast. VG sé að bæta við sig í öllum kjördæmum og eins og staðan er núna að bæta við sig þingmanni í kjördæminu. „Við erum nokkuð sátt með okkar gengi. Við erum að bæta við okkur í NA kjördæmi og ég held að þetta lagist þegar líður á nóttina. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og ef það þýðir að við fáum einu til tveimur prósentum minna upp úr kjörkössunum þá verður bara svo að vera,“ segir Bjarkey. Hún segir VG hafa fengið miikið yfir sig af nafnlausum áróðri á netinu en sé stolt af því að flokkurinn hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki niður á það plan. „Það er óneitanlega því til að svara að við fengum mikið af neikvæðum áróðri yfir okkur og við ákváðum að fara ekki þangað. Við erum sátt við það og glöð í hjartanu hvað það varðar. Ég trúi að við munum bæta við okkur þegar líður á nóttina.“ segir Bjarkey. Hún segist ekki sjá nýja ríkisstjórn alveg í kortunum. Það sé samt afar mikilvægt að starfhæf ríkisstjórn komist á koppinn og starfi í fjögur ár. „Eins og ég segi nóttin er ung. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta verður. Ég trúi því að við munum bara leysa það verkefni sem er í vændum. Við getum ekki verið í kosningum ár eftir ár og því er það verkefni stjórnmálamanna að búa til starfhæfa ríkisstjórn næstu fjögur ár.“ Ríkisstjórn frá vinstri að miðju er ennþá efst í huga Bjarkeyjar. „Við höfum talað um að við viljum fara frá vinstri inn að miðju. Þar stendur Samfylkingin okkar næst okkar. Einnig höfum við talað um Framsókn og Pírata í þeim efnum. Þetta eru flokkar sem standa okkur næst,“ segir Bjarkey. „Við erum að bæta við okkur hér í kjördæminu og ég er ánægð með þá útkomu.“
Kosningar 2017 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira