Gagnsæi gegn tortryggni Benedikt Jóhannesson skrifar 10. október 2017 07:00 Ég fer fyrir flokki sem trúir því að ein besta leiðin í að bæta vinnubrögð stjórnsýslu og stjórnmála sé aukið gagnsæi. Í Viðreisn trúum við því að efla þurfi traust almennings gagnvart stjórnvöldum og stjórnmálunum almennt og eyða tortryggni. Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.Krafa nýrra tíma Krafa nýrra tíma er að almenningur hafi meiri aðgang að upplýsingum hjá ríkinu. Stundum getur leynd verið réttlætanleg, sérstaklega ef um er að ræða viðkvæmar persónulegar upplýsingar eða upplýsingar sem geta skaðað hagsmuni ríkisins ef þær verða opinberar. Oftast er auðvelt að greina á milli slíkra upplýsinga og þeirra sem ættu að vera öllum aðgengilegar. Þessi sannfæring hefur lengi haft áhrif á störf mín. Um árabil gaf ég út blöð með upplýsingum um laun þúsunda Íslendinga. Þótt ótrúlegt megi virðast eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan stjórnmálamenn bönnuðu slíka útgáfu og í reglugerð var jafnvel bannað að reikna laun út frá upplýsingum um útsvar!Birting allra reikninga ríkisins Sem fjármálaráðherra setti ég gagnsæi og aukið aðgengi að upplýsingum í forgang. Frá fyrstu dögum mínum í ráðuneytinu undirbjó ég opið aðgengi að öllum reikningum ríkisins. Nú í september var vefurinn opnirreikningar.is settur í loftið. Þar sjást reikningar sem öll ráðuneytin hafa greitt. Einhverjum stjórnmálamönnum hins gamla tíma kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara. Þar að auki hafa afsláttarkaup ráðuneyta og annarra ríkisstofnana á áfengi nú verið afnumin að tillögu minni. Fríðindi og leyndarhyggja eru stjórnmál gamla tímans. Jafnrétti og gagnsæi eru stjórnmál Viðreisnar.Opið aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki Þessu til viðbótar er á mínum vegum verið að undirbúa opnun tölvuaðgengis að ársreikningaskrám og hluthafaskrám allra fyrirtækja. Með því móti sér almenningur hverjir eiga fyrirtækin og hvernig þau standa. Fallvaltar spilaborgir hins gamla tíma voru áður byggðar í skjóli leyndar. Þeir, sem hafa ekkert að fela, fela ekkert. Gagnsæi er lykill að samfélagslegri viðreisn. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fer fyrir flokki sem trúir því að ein besta leiðin í að bæta vinnubrögð stjórnsýslu og stjórnmála sé aukið gagnsæi. Í Viðreisn trúum við því að efla þurfi traust almennings gagnvart stjórnvöldum og stjórnmálunum almennt og eyða tortryggni. Við þurfum gagnsæi í stað feluleiks hins gamla tíma sem hefur falist í að svara helst ekki fyrirspurnum fyrr en í fulla hnefana. Auðvitað getur enginn svarað því sem hann hvorki veit um né hefur aðgang að, en sumir stjórnmálamenn hins gamla tíma virðast telja að allt skuli vera leynilegt sem ekki er sérstaklega mælt fyrir um að skuli vera opinbert. Þessi viðhorf valda tortryggni og draga úr trausti almennings.Krafa nýrra tíma Krafa nýrra tíma er að almenningur hafi meiri aðgang að upplýsingum hjá ríkinu. Stundum getur leynd verið réttlætanleg, sérstaklega ef um er að ræða viðkvæmar persónulegar upplýsingar eða upplýsingar sem geta skaðað hagsmuni ríkisins ef þær verða opinberar. Oftast er auðvelt að greina á milli slíkra upplýsinga og þeirra sem ættu að vera öllum aðgengilegar. Þessi sannfæring hefur lengi haft áhrif á störf mín. Um árabil gaf ég út blöð með upplýsingum um laun þúsunda Íslendinga. Þótt ótrúlegt megi virðast eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan stjórnmálamenn bönnuðu slíka útgáfu og í reglugerð var jafnvel bannað að reikna laun út frá upplýsingum um útsvar!Birting allra reikninga ríkisins Sem fjármálaráðherra setti ég gagnsæi og aukið aðgengi að upplýsingum í forgang. Frá fyrstu dögum mínum í ráðuneytinu undirbjó ég opið aðgengi að öllum reikningum ríkisins. Nú í september var vefurinn opnirreikningar.is settur í loftið. Þar sjást reikningar sem öll ráðuneytin hafa greitt. Einhverjum stjórnmálamönnum hins gamla tíma kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara. Þar að auki hafa afsláttarkaup ráðuneyta og annarra ríkisstofnana á áfengi nú verið afnumin að tillögu minni. Fríðindi og leyndarhyggja eru stjórnmál gamla tímans. Jafnrétti og gagnsæi eru stjórnmál Viðreisnar.Opið aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki Þessu til viðbótar er á mínum vegum verið að undirbúa opnun tölvuaðgengis að ársreikningaskrám og hluthafaskrám allra fyrirtækja. Með því móti sér almenningur hverjir eiga fyrirtækin og hvernig þau standa. Fallvaltar spilaborgir hins gamla tíma voru áður byggðar í skjóli leyndar. Þeir, sem hafa ekkert að fela, fela ekkert. Gagnsæi er lykill að samfélagslegri viðreisn. Höfundur er fjármálaráðherra.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun