Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 10. október 2017 18:18 Utanríkisráðherra fundaði í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Íslendingar sem leggja leið sína til Rússlands á næsta ári munu ekki þurfa hefðbundna vegabréfsáritun. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði fyrr í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Þeir ræddu undirbúning HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðil til Rússlands í gær eftir 2-0 sigur á móti Kósóvó. Búist er við því að fjöldi Íslendinga muni leggja leið sína til Rússlands til að styðja landsliðið í keppninni. Á fundi Guðlaugs Þórs og Vasiliev kom fram að rússnesk stjórnvöld munu bjóða stuðningsmönnum sem ferðast til Rússlands sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“. Því er ekki þörf fyrir stuðningsmenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin. Þeir stuðningsmenn sem hyggjast leggja leið sína til Rússlands næsta sumar þurfa að skrá sig á þartilgerða heimasíðu, www.fan-id.ru. Einnig er smáforrit sem ber heitið „Welcome 2018“ fyrir þá sem ferðast til Rússlands vegna leikjanna. Utanríkisráðuneytið hvetur þá sem hyggjast ferðast til Rússlands að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana gaumgæfilega og leita til sendiráðs Rússlands ef spurningar vakna.Rússar munu taka vel á móti Íslendingum Guðlaugur Þór segir að Rússar muni leggja mikið upp úr því að undirbúa kepnnina vel og að þeir hafi lofað Íslendingum allri aðstoð sem þörf er á. „Við munum einnig senda starfsfólk aukalega til Rússlands til að styðja við bakið á sendiráði okkar, því ljóst er að mikið mun mæða á því í aðdraganda keppninnar og meðan á henni stendur,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þann 1. desember næstkomandi mun koma í ljós hvar Ísland mun leika í keppninni en keppt verður á tólf leikvöngum í ellefu rússneskum borgum. Engin bein áætlunarflug eru á milli Íslands og Rússlands en þó er Icelandair í samstarfi við rússneska flugfélagið Aeroflot. Utanríkisráðuneytið hefur verið í viðræðum við rússnesk stjórnvöld að undanförnu um að endurskoða loftferðasamning ríkjanna til að greiða fyrir mögulegum flugsamgöngum á milli landanna. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði fyrr í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Þeir ræddu undirbúning HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðil til Rússlands í gær eftir 2-0 sigur á móti Kósóvó. Búist er við því að fjöldi Íslendinga muni leggja leið sína til Rússlands til að styðja landsliðið í keppninni. Á fundi Guðlaugs Þórs og Vasiliev kom fram að rússnesk stjórnvöld munu bjóða stuðningsmönnum sem ferðast til Rússlands sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“. Því er ekki þörf fyrir stuðningsmenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin. Þeir stuðningsmenn sem hyggjast leggja leið sína til Rússlands næsta sumar þurfa að skrá sig á þartilgerða heimasíðu, www.fan-id.ru. Einnig er smáforrit sem ber heitið „Welcome 2018“ fyrir þá sem ferðast til Rússlands vegna leikjanna. Utanríkisráðuneytið hvetur þá sem hyggjast ferðast til Rússlands að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana gaumgæfilega og leita til sendiráðs Rússlands ef spurningar vakna.Rússar munu taka vel á móti Íslendingum Guðlaugur Þór segir að Rússar muni leggja mikið upp úr því að undirbúa kepnnina vel og að þeir hafi lofað Íslendingum allri aðstoð sem þörf er á. „Við munum einnig senda starfsfólk aukalega til Rússlands til að styðja við bakið á sendiráði okkar, því ljóst er að mikið mun mæða á því í aðdraganda keppninnar og meðan á henni stendur,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þann 1. desember næstkomandi mun koma í ljós hvar Ísland mun leika í keppninni en keppt verður á tólf leikvöngum í ellefu rússneskum borgum. Engin bein áætlunarflug eru á milli Íslands og Rússlands en þó er Icelandair í samstarfi við rússneska flugfélagið Aeroflot. Utanríkisráðuneytið hefur verið í viðræðum við rússnesk stjórnvöld að undanförnu um að endurskoða loftferðasamning ríkjanna til að greiða fyrir mögulegum flugsamgöngum á milli landanna.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira