Stefnir í miklar breytingar á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2017 06:00 Fylgi og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun. „Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
„Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira