Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 06:00 Maður, sem játað hefur að hafa banað Sanitu Brauna, óskaði ekki eftir því að andlit hans yrði hulið er hann var leiddur fyrir dómara. Vísir/anton brink Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum. Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum.
Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira