Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. október 2017 06:00 Myndir af svæðinu þar sem sprengingin varð lýsa mikilli skelfingu. Talið er víst að herskáir íslamistar úr röðum al-Shabab hafi staðið fyrir árásinni. Fréttablaðið/EPA Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum. Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Talið er að minnst 230 manns hafi farist þegar tvær sprengjur sprungu í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu á laugardaginn. Lögreglan þar segir að hundruð hafi særst að auki. Önnur sprengjan var í flutningabíl sem lagt hafði verið við inngang að Safari hótelinu, miðsvæðis í borginni. Lögregluyfirvöld staðfestu einnig að tveir hefðu farist í annarri sprengju í Madinahverfinu í Mógadisjú. Þetta er mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Sómalíu allt frá árinu 2007. Það liggur ekki fyrir hverjir bera ábyrgð á sprengingunni en Mógadisjú er skotmark stjórnarandstæðinga úr röðum al-Shabab skæruliða. Það er hópur herskárra múslima sem tengdir eru al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá því að fjölskyldur hafi safnast saman í gærmorgun á svæðinu þar sem sprengjan sprakk til að leita að ástvinum sínum. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna atburðanna. „Þessi hræðilega árás sýnir okkur að óvinurinn beitir öllum brögðum til þess að valda okkur sársauka og þjáningu,“ sagði Mohamed á Twitter-síðu sinni. Ibrahim Mohamed lögreglustjóri sagði í samtali við AFP fréttastofuna að líklegast væri að tala látinna myndi hækka. „Það eru meira en 300 særðir og sumir þeirra hafa særst mjög illa,“ sagði hann. Fréttaritari BBC í Sómalíu segir að hótelið hafi hrunið og fólk grafist í rústunum. Sjónarvottur sagði í samtali við AFP fréttastöðina að þetta hefði verið stærsta sprengja sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Forstjóri Madinasjúkrahússins, Mohamed Yusuf Hassan, sagði að hann væri sleginn yfir því hversu stór árásin væri. „Sjötíu og tveir særðir einstaklingar voru lagðir inn á spítalann og 25 þeirra eru mjög illa haldnir. Nokkrir misstu hendur og fætur. Það sem þarna gerðist var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt og fjöldi fólks er látinn, segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum fórust fimm sjálfboðaliðar á vegum þeirra í árásinni. Abdiasis Mohamed, sjálfboðaliði sem slapp heill, sagði að hann og vinir hans hefðu verið að drekka te þegar önnur sprengjan sprakk. Hann missti meðvitund, en segir að þegar hann rankaði við sér hafi hann verið þakinn blóði og fjöldi vina hans hafi verið látnir og þaktir brunasárum.
Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira