Að þeir fái mest sem helst þurfa Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 16. október 2017 15:15 Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á. Það er þó lyginni líkast að kosningabaráttan virðist eiga að ganga út á það að það séu bara aldraðir sem fái greiðslur í almannatryggingakerfinu. Öryrkjar hafa þar algerlega gleymst. Öryrkjar voru að vísu ekki með í því samkomulagi sem stjórnvöld og hagsmunasamtök eldri borgara gerðu fyrir nokkrum misserum um fyrirkomulag almannatrygginga, en þeir nutu þeirra kjarabóta um margt. Og auðvitað eiga öryrkjar að njóta sömu réttinda og eldri borgarar hvað varðar greiðslur bóta úr almannaryggingakerfinu. Eins og dæmið lítur út í dag, þá kostar það ríkissjóð 10-12 milljarða króna að hækka frítekjumarkið í 100 þúsund kr. á allar tekjur aldraðra. Sú tala mun svo hækka í stórum stökkum næstu árin. Bæði vegna þess að ellilífeyrisþegum mun fara fjölgandi auk þess sem hlutfall þeirra sem hafa góð lífeyrissjóðsréttindi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Algjört afnám frítekjumarka á allar tekjur mun svo kosta margfalt það sem hækkunin upp í 100 þús. kostar og margfaldast með sama hætti og greint er frá hér að ofan. Það er hins vegar sjálfsagt réttlætismál að fólk fái að vinna eins lengi og heilsa og áhugi leyfir. Hækkun frítekjumarks í 100 þús. kr. á atvinnutekjur kostar 1,2 milljarða á ári og að óbreyttu um 2 milljarða kr. að hafa ekkert frítekjumark. Það er heillavænlegast að þegar frítekjumark atvinnutekna hefur verið hækkað eða tekið út, að það svigrúm, sem kann að vera fyrir hendi til að hækka önnur frítekjumörk, verði frekar nýtt til þess að hækka grunnlífeyri aldraðra og öryrkja . Þá fá allir eitthvað og mest þeir sem mest þurfa.Höfundur er í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á. Það er þó lyginni líkast að kosningabaráttan virðist eiga að ganga út á það að það séu bara aldraðir sem fái greiðslur í almannatryggingakerfinu. Öryrkjar hafa þar algerlega gleymst. Öryrkjar voru að vísu ekki með í því samkomulagi sem stjórnvöld og hagsmunasamtök eldri borgara gerðu fyrir nokkrum misserum um fyrirkomulag almannatrygginga, en þeir nutu þeirra kjarabóta um margt. Og auðvitað eiga öryrkjar að njóta sömu réttinda og eldri borgarar hvað varðar greiðslur bóta úr almannaryggingakerfinu. Eins og dæmið lítur út í dag, þá kostar það ríkissjóð 10-12 milljarða króna að hækka frítekjumarkið í 100 þúsund kr. á allar tekjur aldraðra. Sú tala mun svo hækka í stórum stökkum næstu árin. Bæði vegna þess að ellilífeyrisþegum mun fara fjölgandi auk þess sem hlutfall þeirra sem hafa góð lífeyrissjóðsréttindi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Algjört afnám frítekjumarka á allar tekjur mun svo kosta margfalt það sem hækkunin upp í 100 þús. kostar og margfaldast með sama hætti og greint er frá hér að ofan. Það er hins vegar sjálfsagt réttlætismál að fólk fái að vinna eins lengi og heilsa og áhugi leyfir. Hækkun frítekjumarks í 100 þús. kr. á atvinnutekjur kostar 1,2 milljarða á ári og að óbreyttu um 2 milljarða kr. að hafa ekkert frítekjumark. Það er heillavænlegast að þegar frítekjumark atvinnutekna hefur verið hækkað eða tekið út, að það svigrúm, sem kann að vera fyrir hendi til að hækka önnur frítekjumörk, verði frekar nýtt til þess að hækka grunnlífeyri aldraðra og öryrkja . Þá fá allir eitthvað og mest þeir sem mest þurfa.Höfundur er í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar