Að þeir fái mest sem helst þurfa Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 16. október 2017 15:15 Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á. Það er þó lyginni líkast að kosningabaráttan virðist eiga að ganga út á það að það séu bara aldraðir sem fái greiðslur í almannatryggingakerfinu. Öryrkjar hafa þar algerlega gleymst. Öryrkjar voru að vísu ekki með í því samkomulagi sem stjórnvöld og hagsmunasamtök eldri borgara gerðu fyrir nokkrum misserum um fyrirkomulag almannatrygginga, en þeir nutu þeirra kjarabóta um margt. Og auðvitað eiga öryrkjar að njóta sömu réttinda og eldri borgarar hvað varðar greiðslur bóta úr almannaryggingakerfinu. Eins og dæmið lítur út í dag, þá kostar það ríkissjóð 10-12 milljarða króna að hækka frítekjumarkið í 100 þúsund kr. á allar tekjur aldraðra. Sú tala mun svo hækka í stórum stökkum næstu árin. Bæði vegna þess að ellilífeyrisþegum mun fara fjölgandi auk þess sem hlutfall þeirra sem hafa góð lífeyrissjóðsréttindi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Algjört afnám frítekjumarka á allar tekjur mun svo kosta margfalt það sem hækkunin upp í 100 þús. kostar og margfaldast með sama hætti og greint er frá hér að ofan. Það er hins vegar sjálfsagt réttlætismál að fólk fái að vinna eins lengi og heilsa og áhugi leyfir. Hækkun frítekjumarks í 100 þús. kr. á atvinnutekjur kostar 1,2 milljarða á ári og að óbreyttu um 2 milljarða kr. að hafa ekkert frítekjumark. Það er heillavænlegast að þegar frítekjumark atvinnutekna hefur verið hækkað eða tekið út, að það svigrúm, sem kann að vera fyrir hendi til að hækka önnur frítekjumörk, verði frekar nýtt til þess að hækka grunnlífeyri aldraðra og öryrkja . Þá fá allir eitthvað og mest þeir sem mest þurfa.Höfundur er í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er í rauninni alveg einboðið að þeir flokkar sem lofa 100 þús. frítekjumarki eða algjöru afnámi frítekjumarks á allar tekjur ellilífeyrisþega eru dæmdir til að svíkja það loforð eða í besta falli varpa því yfir á næstu ríkisstjórn að þurfa taka frítekjumarkið niður aftur eða koma því aftur á. Það er þó lyginni líkast að kosningabaráttan virðist eiga að ganga út á það að það séu bara aldraðir sem fái greiðslur í almannatryggingakerfinu. Öryrkjar hafa þar algerlega gleymst. Öryrkjar voru að vísu ekki með í því samkomulagi sem stjórnvöld og hagsmunasamtök eldri borgara gerðu fyrir nokkrum misserum um fyrirkomulag almannatrygginga, en þeir nutu þeirra kjarabóta um margt. Og auðvitað eiga öryrkjar að njóta sömu réttinda og eldri borgarar hvað varðar greiðslur bóta úr almannaryggingakerfinu. Eins og dæmið lítur út í dag, þá kostar það ríkissjóð 10-12 milljarða króna að hækka frítekjumarkið í 100 þúsund kr. á allar tekjur aldraðra. Sú tala mun svo hækka í stórum stökkum næstu árin. Bæði vegna þess að ellilífeyrisþegum mun fara fjölgandi auk þess sem hlutfall þeirra sem hafa góð lífeyrissjóðsréttindi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Algjört afnám frítekjumarka á allar tekjur mun svo kosta margfalt það sem hækkunin upp í 100 þús. kostar og margfaldast með sama hætti og greint er frá hér að ofan. Það er hins vegar sjálfsagt réttlætismál að fólk fái að vinna eins lengi og heilsa og áhugi leyfir. Hækkun frítekjumarks í 100 þús. kr. á atvinnutekjur kostar 1,2 milljarða á ári og að óbreyttu um 2 milljarða kr. að hafa ekkert frítekjumark. Það er heillavænlegast að þegar frítekjumark atvinnutekna hefur verið hækkað eða tekið út, að það svigrúm, sem kann að vera fyrir hendi til að hækka önnur frítekjumörk, verði frekar nýtt til þess að hækka grunnlífeyri aldraðra og öryrkja . Þá fá allir eitthvað og mest þeir sem mest þurfa.Höfundur er í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.