Framtíð fyrir alla Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 19. október 2017 07:00 Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs. Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast þessar breytingar heldur fagna þeim og gæta þess að allir fái að njóta ávinnings þeirra. Aukin misskipting eftir menntun og störfum mun án efa aukast og þarf að huga sérstaklega að því að menntakerfi samtímans og framtíðarinnar taki mið af þessum breytingum. Núverandi fjársvelti á framhalds- og háskólum verður okkur dýrkeypt til framtíðar. Við þurfum því sókn í menntamálum og nýsköpun. Verðmætasköpunin verður til í gegnum frumkvöðla, öfluga skóla og samtal ólíkra hópa og einstaklinga. Þessi sókn er ekki hafin og mun ekki hefjast fyrr en við fáum nýja ríkisstjórn. Önnur samfélagsleg áskorun er breytt aldursamsetning þjóðarinnar. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Heilbrigðiskostnaður mun því aukast til muna ásamt kröfunum um góða þjónustu. Í því sambandi þurfum við öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem aðgengi að því er tryggt óháð efnahag. Forsvarsmenn Landspítalans hafa ítrekað bent á að þeir fjármunir sem settir hafa verið í þennan málaflokk ná ekki einu sinni að halda í fólksfjölgunina, hvað þá að um sé að ræða einhverja sókn í þessum málaflokki sem öll þjóðin hefur verið að kalla eftir. Þriðja áskorun framtíðarinnar eru umhverfismálin. Allar þjóðir eru á sama báti hvað þau varðar. Það er augljóst að Ísland þarf að vera í fararbroddi í þessum málaflokki. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggist á stórsókn í skólum landsins og nýsköpun og jákvæðri afstöðu til tæknibreytinga þar sem tryggt er að allir landsmenn njóti þeirra. Stjórnmálamenn eiga ekki að skipuleggja framtíðina í þaula en þeir verða að vera tilbúnir að mæta henni með lausnum sem henta öllum, en ekki bara sumum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðin er óljós og tækifærin eru óendanleg. Sem betur fer vil ég segja. Fram undan eru ótrúleg tækifæri og áskoranir þegar kemur að þeim tækniframförum sem eru handan við hornið. Aukin sjálfvirkni og róbótavæðing kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og atvinnulífs. Stjórnmálamenn eiga ekki að óttast þessar breytingar heldur fagna þeim og gæta þess að allir fái að njóta ávinnings þeirra. Aukin misskipting eftir menntun og störfum mun án efa aukast og þarf að huga sérstaklega að því að menntakerfi samtímans og framtíðarinnar taki mið af þessum breytingum. Núverandi fjársvelti á framhalds- og háskólum verður okkur dýrkeypt til framtíðar. Við þurfum því sókn í menntamálum og nýsköpun. Verðmætasköpunin verður til í gegnum frumkvöðla, öfluga skóla og samtal ólíkra hópa og einstaklinga. Þessi sókn er ekki hafin og mun ekki hefjast fyrr en við fáum nýja ríkisstjórn. Önnur samfélagsleg áskorun er breytt aldursamsetning þjóðarinnar. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum. Heilbrigðiskostnaður mun því aukast til muna ásamt kröfunum um góða þjónustu. Í því sambandi þurfum við öflugt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem aðgengi að því er tryggt óháð efnahag. Forsvarsmenn Landspítalans hafa ítrekað bent á að þeir fjármunir sem settir hafa verið í þennan málaflokk ná ekki einu sinni að halda í fólksfjölgunina, hvað þá að um sé að ræða einhverja sókn í þessum málaflokki sem öll þjóðin hefur verið að kalla eftir. Þriðja áskorun framtíðarinnar eru umhverfismálin. Allar þjóðir eru á sama báti hvað þau varðar. Það er augljóst að Ísland þarf að vera í fararbroddi í þessum málaflokki. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar byggist á stórsókn í skólum landsins og nýsköpun og jákvæðri afstöðu til tæknibreytinga þar sem tryggt er að allir landsmenn njóti þeirra. Stjórnmálamenn eiga ekki að skipuleggja framtíðina í þaula en þeir verða að vera tilbúnir að mæta henni með lausnum sem henta öllum, en ekki bara sumum. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar