Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2017 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017 Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ekkju ekkju hermanns sem dó í launsátri í Níger á dögunum hefur reynst forsetanum erfitt en hann er sagður hafa grætt ekkjuna og móðir hermannsins, sem hét La David T. johnson, segir forsetann hafa vanvirt son sinn og fjölskylduna alla. Þá mun hann hafa grætt ekkjuna, sem heitir Myeshia Johnson og gengur nú með þeirra þriðja barn.Sjá einnig: Trump við ekkju fallins hermanns: „Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Frederica Wilson, þingmaður demókrata, hélt því fyrst fram að Trump hefði sagt að Johnson hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ við ekkjuna. „En ætli þetta sé ekki erfitt þrátt fyrir það,“ mun Trump hafa sagt einnig. Wilson segist hafa heyrt hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. Johnson hjónin bjuggu í umdæmi Wilson.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump brást í fyrstu reiður við þessum ummælum Wilson og sagði hana hafa búið þessa sögu til. Hann hefði ekki sagt þetta og hann gæti sannað það. Hann hefur þó ekki veitt neina sönnun og Hvíta húsið segir samtalið vera einkamál.Democrat Congresswoman totally fabricated what I said to the wife of a soldier who died in action (and I have proof). Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2017 Við blaðamenn seinna í dag sagði Trump að hann hefði átt „mjög gott samtal við konuna, við eiginkonuna sem var, sem hljómaði eins og yndislega kona,“ sagði Trump samkvæmt frétt Washington Post. Þegar hann var spurður út í sönnunina sem hann vísaði til í tísti sínu sagði hann að Wilson ætti að tjá sig aftur og þá myndi sönnunin koma í ljós.Wilson stendur þó við frásögn sína og sagði Myeshia Johnson hafa verið grátandi á meðan á símtalinu stóð. Eftir að símtalinu lauk mun Myeshia hafa sagt: „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ Móðir Johnson sagði Washington Post að lýsingar Wilson á símtalinu væru réttar.Wilson sagði einnig að hún stæði við frásögn sína í tísti og gagnrýndi Trump fyrir að segja kalla Myeshiu „konuna“ og „eiginkonuna“.I still stand by my account of the call b/t @realDonaldTrump and Myeshia Johnson. That is her name, Mr. Trump. Not "the woman" or "the wife"— Rep Frederica Wilson (@RepWilson) October 18, 2017
Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira