Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ali Khamenei fundaði með nemendum í gær. vísir/afp Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, lýsti því yfir í gær að yfirvöld þar í landi hygðust standa við kjarnorkusamninginn svo lengi sem aðrir samningsaðilar stæðu einnig við hann. Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Bretland, Kína, Rússland og Bandaríkin eru aðilar að samkomulaginu sem miðar að því að Íransstjórn láti af áformum um þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir megnri óánægju með samninginn og sagðist hann í kosningabaráttunni ætla að rifta honum. Þann 13. október síðastliðinn tilkynnti Trump svo um að Bandaríkin myndu ekki staðfesta samkomulagið. Forsetinn sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök og að ríkið hefði nú þegar margsinnis gerst brotlegt við ákvæði samningsins. „Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að svara nöldri og digurbarkalegum fullyrðingum þessa hrottalega forseta,“ sagði Khamenei í gær þegar hann ræddi við nemendur í höfuðborginni Teheran og bætti við: „Heimska Trumps ætti ekki að afvegaleiða okkur frá því að taka eftir sviksemi Bandaríkjanna.“ Khamenei sagði að ef Bandaríkin myndu rifta samkomulaginu myndu Íranar „tæta“ það. „Enn á ný munu allir sjá Bandaríkin fá kjaftshögg og tapa fyrir Írönum,“ sagði æðstiklerkurinn. Jafnframt sagði Khamenei Trump brjálaðan vegna þess að Íranar væru að eyðileggja áætlanir Bandaríkjanna í Líbanon, Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. Það kæmi Bandaríkjunum einfaldlega ekkert við hvað Íranar gerðu á svæðinu. „Ef þeir spyrja okkur hvers vegna við eigum eldflaugar svörum við með því að spyrja hvers vegna þeir eigi eldflaugar og kjarnorkuvopn.“ Þá kallaði Khamenei eftir því að aðrir aðilar samkomulagsins fordæmdu framgöngu Trumps í málinu. Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sakað Írana um að brjóta gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með eldflaugatilraunum og kallað eftir því að ríkið hætti tilraunum með eldflaugar sem hannaðar séu til að flytja kjarnorkusprengjur. Íransstjórn hafnar því hins vegar alfarið að eldflaugarnar sem um ræðir séu af þeim toga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Sjá meira
Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, lýsti því yfir í gær að yfirvöld þar í landi hygðust standa við kjarnorkusamninginn svo lengi sem aðrir samningsaðilar stæðu einnig við hann. Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Bretland, Kína, Rússland og Bandaríkin eru aðilar að samkomulaginu sem miðar að því að Íransstjórn láti af áformum um þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir megnri óánægju með samninginn og sagðist hann í kosningabaráttunni ætla að rifta honum. Þann 13. október síðastliðinn tilkynnti Trump svo um að Bandaríkin myndu ekki staðfesta samkomulagið. Forsetinn sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök og að ríkið hefði nú þegar margsinnis gerst brotlegt við ákvæði samningsins. „Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að svara nöldri og digurbarkalegum fullyrðingum þessa hrottalega forseta,“ sagði Khamenei í gær þegar hann ræddi við nemendur í höfuðborginni Teheran og bætti við: „Heimska Trumps ætti ekki að afvegaleiða okkur frá því að taka eftir sviksemi Bandaríkjanna.“ Khamenei sagði að ef Bandaríkin myndu rifta samkomulaginu myndu Íranar „tæta“ það. „Enn á ný munu allir sjá Bandaríkin fá kjaftshögg og tapa fyrir Írönum,“ sagði æðstiklerkurinn. Jafnframt sagði Khamenei Trump brjálaðan vegna þess að Íranar væru að eyðileggja áætlanir Bandaríkjanna í Líbanon, Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. Það kæmi Bandaríkjunum einfaldlega ekkert við hvað Íranar gerðu á svæðinu. „Ef þeir spyrja okkur hvers vegna við eigum eldflaugar svörum við með því að spyrja hvers vegna þeir eigi eldflaugar og kjarnorkuvopn.“ Þá kallaði Khamenei eftir því að aðrir aðilar samkomulagsins fordæmdu framgöngu Trumps í málinu. Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sakað Írana um að brjóta gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með eldflaugatilraunum og kallað eftir því að ríkið hætti tilraunum með eldflaugar sem hannaðar séu til að flytja kjarnorkusprengjur. Íransstjórn hafnar því hins vegar alfarið að eldflaugarnar sem um ræðir séu af þeim toga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Sjá meira