Leiðtogar ESB standa við Íranssamninginn óháð því sem Trump gerir Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2017 14:33 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, slógu á létta strengi við upphaf leiðtogafundar ESB í Brussel í dag. Vísir/AFP Kjarnorkusamningur stórveldanna við Íran mun áfram njóta stuðnings leiðtoga Evrópusambandsríkja óháð því hvort að Bandaríkin muni segja sig frá honum. Sambandið undirbýr þó að gagnrýna Írani harðar fyrir eldflaugatilraunir sínar. Búist er við því að Evrópuleiðtogarnir lýsi yfir fullum stuðningi við samninginn eftir viðræður þeirra í Brussel í dag samkvæmt drögum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninni á samkomulagið sem náðist á milli Írana annars vegar og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Frakklands, Kína og Þýskalands auk Evrópusambandsins hins vegar. Það fól í sér að Íranar hættu kjarnorkuáætlun sinni gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir vegna hennar.Vilja ekki vera algerlega á öndverðum meiði við BandaríkinÍ síðustu viku lýsti Trump því yfir að hann myndi ekki leggja blessun sína yfir hann áfram. Bandaríkjaforseti þarf að votta samninginn á þriggja mánaða fresti við þingið. Framtíð samningsins er í höndum þingsins sem þarf að ákveða hvort það vilji endurvekja refsiaðgerðirnar þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að Íranir hafi brotið gegn skilmálum samningsins. Evrópuríki hafa reynt að bjarga samkomulaginu en leiðtogar Írans hafa lýst því að það deyi drottni sínum ef Bandaríkin segja skilið við það. Til þess að koma til móts við afstöðu Bandaríkjastjórnar eru Evrópuríkin hins vegar sögð íhuga að herða gagnrýni sína á eldflaugatilraunir Írana sem þau telja að grafi undan stöðugleika í heimshlutanum. „Við viljum verja kjarnorkusamningin og við stöndum við kjarnorkusamninginn og við uppfyllum kjarnorkusamninginn. Við viljum hins vegar heldur ekki vera algerlega á öndverðum meiði við Bandaríkin,“ hefur Reuters eftir embættismanni ESB. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00 Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44 Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36 Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Kjarnorkusamningur stórveldanna við Íran mun áfram njóta stuðnings leiðtoga Evrópusambandsríkja óháð því hvort að Bandaríkin muni segja sig frá honum. Sambandið undirbýr þó að gagnrýna Írani harðar fyrir eldflaugatilraunir sínar. Búist er við því að Evrópuleiðtogarnir lýsi yfir fullum stuðningi við samninginn eftir viðræður þeirra í Brussel í dag samkvæmt drögum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninni á samkomulagið sem náðist á milli Írana annars vegar og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Frakklands, Kína og Þýskalands auk Evrópusambandsins hins vegar. Það fól í sér að Íranar hættu kjarnorkuáætlun sinni gegn því að stórveldin felldu niður refsiaðgerðir vegna hennar.Vilja ekki vera algerlega á öndverðum meiði við BandaríkinÍ síðustu viku lýsti Trump því yfir að hann myndi ekki leggja blessun sína yfir hann áfram. Bandaríkjaforseti þarf að votta samninginn á þriggja mánaða fresti við þingið. Framtíð samningsins er í höndum þingsins sem þarf að ákveða hvort það vilji endurvekja refsiaðgerðirnar þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að Íranir hafi brotið gegn skilmálum samningsins. Evrópuríki hafa reynt að bjarga samkomulaginu en leiðtogar Írans hafa lýst því að það deyi drottni sínum ef Bandaríkin segja skilið við það. Til þess að koma til móts við afstöðu Bandaríkjastjórnar eru Evrópuríkin hins vegar sögð íhuga að herða gagnrýni sína á eldflaugatilraunir Írana sem þau telja að grafi undan stöðugleika í heimshlutanum. „Við viljum verja kjarnorkusamningin og við stöndum við kjarnorkusamninginn og við uppfyllum kjarnorkusamninginn. Við viljum hins vegar heldur ekki vera algerlega á öndverðum meiði við Bandaríkin,“ hefur Reuters eftir embættismanni ESB.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Íran Tengdar fréttir Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00 Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44 Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36 Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta vegna nýlegrar ákvörðunar um að staðfesta ekki kjarnorkusamning sem ríkin voru aðilar að. 19. október 2017 06:00
Trump hættir stuðningi embættisins við kjarnorkusamninginn Fastlega er búist við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti dragi til baka stuðning forsetaembættisins við kjarnorkusamninginn sem gerður var við Íran og leggi til aðrar og harðari leiðir í samskiptum við ríkið. 13. október 2017 06:44
Trump sagður ætla að rifta kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjamenn gætu tekið aftur upp refsiaðgerðir gegn Írönum ef marka má fréttir frá Washington-borg. 5. október 2017 19:36
Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. 13. október 2017 19:52