Lýður hættir sem stjórnarformaður Bakkavarar Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2017 06:58 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir keyptu 51% í Bakkavör í janúar 2016. Lýður Guðmundsson, annar aðaleiganda Bakkavarar Group Limited, er sagður ætla að stíga til hliðar sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Fyrrverandi forstjóri leikafangaverslunarinnar Hamleys, sem er stjórnarmaður í Bakkavör, mun taka við stöðu formanns. Breytingin er sögð gerð í aðdraganda skráningar Bakkavarar á hlutabréfamarkað í Lundúnum og telja heimildarmenn Reuters að fyrirtækið gæti verið metið á rúmlega 280 milljarða króna. Orðrómur um skráningu Bakkavarar, sem einblínir á framleiðslu tilbúinna máltíða, hefur verið hávær frá því í upphafi árs. The Sunday Times greindi frá fyrirætlununum um miðjan janúar en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað tjá sig um málið. Engu að síður er búist við því að tilkynnt verði um skráninguna fljótlega, jafnvel í næstu viku, enda hafi fjöldi stórra fjármálafyrirtækja; á borð við Morgan Stanley, HSBC, Barclays, Citigroup, Rabobank og Peel Hunt, unnið að henni undanfarna mánuði.Burke við stjórnvölinn er Baugur keypti Samhliða skráningunni verði tilkynnt um stjórnarformannsbreytinguna. Lýður dragi sig í hlé og Simon Burke komi í hans stað. Er breytingin sögð í frétt Reuters gerð í samræmi við bresk lög sem kalli á óháðan stjórnarformann. Burke ætti að vera öllum hnútum kunnugur í fyrirtækinu enda hefur hann setið í stjórn þess frá því í desember. Hann fór með tögl og hagldir í Hamleys þegar Baugur keypti leikfangaverslunina árið 2003. Það er nú í eigu hins kínverska C. Banner. Lýður og bróðir hans, Ágúst Guðmundsson, eiga meirihluta í Bakkavör en Ágúst er jafnframt forstjóri fyrirtækisins. Bræðurnir gerðu ásamt Baupost Group tilboð í um 1,5 prósenta hlut í Bakkavör Group í febrúar í fyrra. Hluturinn var í eigu 2.800 íslenskra hluthafa og metinn á 900 milljónir króna. Bræðurnir og meðfjárfestar þeirra höfðu þá nýverið náð nánast fullum yfirráðum yfir Bakkavör á ný. Tengdar fréttir Segja Bakkavör á leið í Kauphöll Fjölmiðlar í Bretlandi hafa síðustu daga greint frá því að breska matvælafyrirtækið Bakkavör Group Limited stefni á hlutabréfamarkað í Lundúnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er að meirihluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn. 19. janúar 2017 07:00 Bakkavararbræður kaupa í Bakkavör Félag í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar hefur keypt um 46 prósenta hlut BG12 í Bakkavör. Kaupverðið er rúmir 147 milljónir punda. 25. janúar 2016 08:08 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Lýður Guðmundsson, annar aðaleiganda Bakkavarar Group Limited, er sagður ætla að stíga til hliðar sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Fyrrverandi forstjóri leikafangaverslunarinnar Hamleys, sem er stjórnarmaður í Bakkavör, mun taka við stöðu formanns. Breytingin er sögð gerð í aðdraganda skráningar Bakkavarar á hlutabréfamarkað í Lundúnum og telja heimildarmenn Reuters að fyrirtækið gæti verið metið á rúmlega 280 milljarða króna. Orðrómur um skráningu Bakkavarar, sem einblínir á framleiðslu tilbúinna máltíða, hefur verið hávær frá því í upphafi árs. The Sunday Times greindi frá fyrirætlununum um miðjan janúar en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað tjá sig um málið. Engu að síður er búist við því að tilkynnt verði um skráninguna fljótlega, jafnvel í næstu viku, enda hafi fjöldi stórra fjármálafyrirtækja; á borð við Morgan Stanley, HSBC, Barclays, Citigroup, Rabobank og Peel Hunt, unnið að henni undanfarna mánuði.Burke við stjórnvölinn er Baugur keypti Samhliða skráningunni verði tilkynnt um stjórnarformannsbreytinguna. Lýður dragi sig í hlé og Simon Burke komi í hans stað. Er breytingin sögð í frétt Reuters gerð í samræmi við bresk lög sem kalli á óháðan stjórnarformann. Burke ætti að vera öllum hnútum kunnugur í fyrirtækinu enda hefur hann setið í stjórn þess frá því í desember. Hann fór með tögl og hagldir í Hamleys þegar Baugur keypti leikfangaverslunina árið 2003. Það er nú í eigu hins kínverska C. Banner. Lýður og bróðir hans, Ágúst Guðmundsson, eiga meirihluta í Bakkavör en Ágúst er jafnframt forstjóri fyrirtækisins. Bræðurnir gerðu ásamt Baupost Group tilboð í um 1,5 prósenta hlut í Bakkavör Group í febrúar í fyrra. Hluturinn var í eigu 2.800 íslenskra hluthafa og metinn á 900 milljónir króna. Bræðurnir og meðfjárfestar þeirra höfðu þá nýverið náð nánast fullum yfirráðum yfir Bakkavör á ný.
Tengdar fréttir Segja Bakkavör á leið í Kauphöll Fjölmiðlar í Bretlandi hafa síðustu daga greint frá því að breska matvælafyrirtækið Bakkavör Group Limited stefni á hlutabréfamarkað í Lundúnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er að meirihluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn. 19. janúar 2017 07:00 Bakkavararbræður kaupa í Bakkavör Félag í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar hefur keypt um 46 prósenta hlut BG12 í Bakkavör. Kaupverðið er rúmir 147 milljónir punda. 25. janúar 2016 08:08 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Segja Bakkavör á leið í Kauphöll Fjölmiðlar í Bretlandi hafa síðustu daga greint frá því að breska matvælafyrirtækið Bakkavör Group Limited stefni á hlutabréfamarkað í Lundúnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er að meirihluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn. 19. janúar 2017 07:00
Bakkavararbræður kaupa í Bakkavör Félag í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar hefur keypt um 46 prósenta hlut BG12 í Bakkavör. Kaupverðið er rúmir 147 milljónir punda. 25. janúar 2016 08:08
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur