Flestir hafa sett læk við Bjarna að skreyta köku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 12:16 Bjarni sést hér einbeittur á svip í upphafi myndbandsins sem er með yfir 1000 læk á Facebook. Sú færsla sem flestir notendur Facebook hafa sett læk við af öllum færslum stærstu stjórnmálaflokkanna á þessum vinsælasta samfélagsmiðli landans er myndband sem Sjálfstæðisflokkurinn birti í kosningabaráttunni í fyrra af Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins og þáverandi fjármálaráðherra, að skreyta köku fyrir afmæli dóttur sinnar. Færslan er með 1354 læk en það er Agnar Freyr Helgason, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem hefur tekið saman gögn um allar færslur sem birst hafa á aðalsíðum stærstu stjórnmálaflokkanna á Facebook frá ársbyrjun til gærdagsins. Agnar greinir frá niðurstöðunum á vefsíðu sinni.Flokkarnir eru alls níu talsins og eru stærstir miðað við skoðanakannanir nú: Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa verið með Facebook-síðu allt tímabilið en Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn aðeins hluta af tímabilinu. Agnar segir í samantektinni á vef sínum að það hafi komið honum verulega á óvart hversu fáir notendur læka almennt við færslur flokkanna á Facebook. „Meðalfærslan fær einungis 34 læk og á rúmlega fjórum árum hafa flokkarnir sameiginlega einungis 36 sinnum sett inn færslur sem fá meira en 500 læk. Notendum Facebook virðast því ekki vera neitt sérstaklega í mun að sýna velþóknun sína á því sem flokkarnir bjóða upp á á miðlinum (til samanburðar má nefna að á einungis fimm mánuðum hafa tæplega 60 færslur í hópnum ,,Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.” fengið yfir 500 læk),“ segir Agnar. Skoðun hans leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á dyggasta stuðningsfólkið á Facebook þar sem 22 af þeim 36 færslum sem hafa fengið fleiri en 500 læk eru færslur frá Sjálfstæðisflokknum. Eins og áður segir er það jafnframt færsla frá þeim flokki sem er með flest læk og næstu tvær færslur á vinsældalistanum einnig en þær eru nokkuð almenns eðlis að sögn Agnars. Í fjórða sæti er hins vegar færsla frá Flokki fólksins þar sem deilt er frétt af Eyjunni um málaferli forsvarsmanna flokksins gegn ríkinu vegna afturvirkrar skerðingar stjórnvalda á greiðslum til ellilífeyrisþega. Agnar kannaði líka hversu oft færslum flokkanna er deilt á Facebook en það er talsvert minna um að fólk deili heldur en að það setji læk. „Að meðaltali er hverri færslu deilt um 5 sinnum og einungis 12 færslur hafa fengið fleiri en 300 deilingar. Nokkrar færslur hafa þó náð talsverðri útbreiðslu og þar af tvær yfir 1000 deilingum. Annars vegar vantraustsyfirlýsing stjórnarandstöðunnar þann 4. apríl 2016, sem fékk 1326 deilingar:Hins vegar færsla Samfylkingarinnar fyrir tæpum tveim árum síðan sem birtir myndir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem höfnuðu tillögu stjórnarandstöðunnar um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja, sem fékk 1268 deilingar:Í þriðja sæti er fyrrnefnt kökumyndband Bjarna Benediktssonar með 922 deilingar, en í fjórða sæti er myndband Viðreisnar um myntráð, með 616 deilingar.“ Nánar má kynna sér málið á vef Agnars Freys. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17 Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01 Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Sú færsla sem flestir notendur Facebook hafa sett læk við af öllum færslum stærstu stjórnmálaflokkanna á þessum vinsælasta samfélagsmiðli landans er myndband sem Sjálfstæðisflokkurinn birti í kosningabaráttunni í fyrra af Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins og þáverandi fjármálaráðherra, að skreyta köku fyrir afmæli dóttur sinnar. Færslan er með 1354 læk en það er Agnar Freyr Helgason, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem hefur tekið saman gögn um allar færslur sem birst hafa á aðalsíðum stærstu stjórnmálaflokkanna á Facebook frá ársbyrjun til gærdagsins. Agnar greinir frá niðurstöðunum á vefsíðu sinni.Flokkarnir eru alls níu talsins og eru stærstir miðað við skoðanakannanir nú: Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa verið með Facebook-síðu allt tímabilið en Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn aðeins hluta af tímabilinu. Agnar segir í samantektinni á vef sínum að það hafi komið honum verulega á óvart hversu fáir notendur læka almennt við færslur flokkanna á Facebook. „Meðalfærslan fær einungis 34 læk og á rúmlega fjórum árum hafa flokkarnir sameiginlega einungis 36 sinnum sett inn færslur sem fá meira en 500 læk. Notendum Facebook virðast því ekki vera neitt sérstaklega í mun að sýna velþóknun sína á því sem flokkarnir bjóða upp á á miðlinum (til samanburðar má nefna að á einungis fimm mánuðum hafa tæplega 60 færslur í hópnum ,,Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.” fengið yfir 500 læk),“ segir Agnar. Skoðun hans leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn á dyggasta stuðningsfólkið á Facebook þar sem 22 af þeim 36 færslum sem hafa fengið fleiri en 500 læk eru færslur frá Sjálfstæðisflokknum. Eins og áður segir er það jafnframt færsla frá þeim flokki sem er með flest læk og næstu tvær færslur á vinsældalistanum einnig en þær eru nokkuð almenns eðlis að sögn Agnars. Í fjórða sæti er hins vegar færsla frá Flokki fólksins þar sem deilt er frétt af Eyjunni um málaferli forsvarsmanna flokksins gegn ríkinu vegna afturvirkrar skerðingar stjórnvalda á greiðslum til ellilífeyrisþega. Agnar kannaði líka hversu oft færslum flokkanna er deilt á Facebook en það er talsvert minna um að fólk deili heldur en að það setji læk. „Að meðaltali er hverri færslu deilt um 5 sinnum og einungis 12 færslur hafa fengið fleiri en 300 deilingar. Nokkrar færslur hafa þó náð talsverðri útbreiðslu og þar af tvær yfir 1000 deilingum. Annars vegar vantraustsyfirlýsing stjórnarandstöðunnar þann 4. apríl 2016, sem fékk 1326 deilingar:Hins vegar færsla Samfylkingarinnar fyrir tæpum tveim árum síðan sem birtir myndir af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem höfnuðu tillögu stjórnarandstöðunnar um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja, sem fékk 1268 deilingar:Í þriðja sæti er fyrrnefnt kökumyndband Bjarna Benediktssonar með 922 deilingar, en í fjórða sæti er myndband Viðreisnar um myntráð, með 616 deilingar.“ Nánar má kynna sér málið á vef Agnars Freys.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17 Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01 Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Forsætisráðherra heldur áfram að brillera í kökuskreytingum Bjarni Benediktsson deildi nýjasta meistaraverki sínu á sviði kökuskreytinga á Facebook-síðu sinni í dag. 30. september 2017 22:17
Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Andrés Jónsson rýnir í nýjasta útspil formanns Sjálfstæðisflokksins. 13. október 2016 22:01
Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Ástæðan fyrir bleiku höndunum er ekki naglalakk, heldur matarlitur, sagði forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins. 8. mars 2017 18:30