Ólafur Þór: Vorum með töluverða yfirburði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. október 2017 22:20 Ólafur Þór er þjálfari Stjörnunnar. vísir Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira