Utankjörfundur fer fram í Smáralindinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 06:00 Það er ágætt pláss til þess að taka á móti fólki í vesturenda Smáralindar. Vísir/Vilhelm Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar 28. október fer fram í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október. Þangað til verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt verður að greiða atkvæði í verslunarmiðstöðinni frá því að hún var opnuð árið 2001. Atkvæðagreiðslan verður vestan til á 2. hæð verslunarmiðstöðvarinnar, skammt frá versluninni H&M. Síðustu ár hefur utankjörfundaratkvæðagreiðslan farið fram í Perlunni og þar áður í Laugardalshöll, en ekki reyndist unnt að fá afnot af húsnæði þar í þetta skiptið.Magnús Már Guðmundsson„Þetta er bara á besta stað og auðvelt aðgengi, segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Menn geti verslað og kosið í sama húsinu. „Þú getur farið í ræktina og hreinsað hugann og kosið á eftir,“ segir hann. Ekki eru allir jafn hrifnir. „Mér fyndist meiri bragur á því að hafa þetta eins og verið hefur, en þetta er skammur fyrirvari og menn hafa þurft að sníða sér stakk eftir vexti. En ég vona að þetta verði bara í þetta eina skipti og finnst þetta sjoppulegt,“ segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi í Reykjavík. En hvers vegna að fara með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind frekar en aðrar verslunarmiðstöðvar? „Ég held að ástæðan fyrir þessu hljóti að vera sú að þeir í Smáralind hafi nóg af lausu plássi til að láta undir svona atburð. Við hér í Kringlunni höfum ekkert pláss fyrir svona,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, stærsta eiganda Kringlunnar. Hann hafði ekki heyrt af ákvörðun sýslumannsins þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég held að við munum ekki óska skýringa á því af hverju þeir fengu þetta enda hlýtur útskýringin að felast í rýminu sem menn hafa undir þetta,“ bætir Guðjón við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar 28. október fer fram í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október. Þangað til verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt verður að greiða atkvæði í verslunarmiðstöðinni frá því að hún var opnuð árið 2001. Atkvæðagreiðslan verður vestan til á 2. hæð verslunarmiðstöðvarinnar, skammt frá versluninni H&M. Síðustu ár hefur utankjörfundaratkvæðagreiðslan farið fram í Perlunni og þar áður í Laugardalshöll, en ekki reyndist unnt að fá afnot af húsnæði þar í þetta skiptið.Magnús Már Guðmundsson„Þetta er bara á besta stað og auðvelt aðgengi, segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Menn geti verslað og kosið í sama húsinu. „Þú getur farið í ræktina og hreinsað hugann og kosið á eftir,“ segir hann. Ekki eru allir jafn hrifnir. „Mér fyndist meiri bragur á því að hafa þetta eins og verið hefur, en þetta er skammur fyrirvari og menn hafa þurft að sníða sér stakk eftir vexti. En ég vona að þetta verði bara í þetta eina skipti og finnst þetta sjoppulegt,“ segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi í Reykjavík. En hvers vegna að fara með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind frekar en aðrar verslunarmiðstöðvar? „Ég held að ástæðan fyrir þessu hljóti að vera sú að þeir í Smáralind hafi nóg af lausu plássi til að láta undir svona atburð. Við hér í Kringlunni höfum ekkert pláss fyrir svona,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, stærsta eiganda Kringlunnar. Hann hafði ekki heyrt af ákvörðun sýslumannsins þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég held að við munum ekki óska skýringa á því af hverju þeir fengu þetta enda hlýtur útskýringin að felast í rýminu sem menn hafa undir þetta,“ bætir Guðjón við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira