Segir Sjálfstæðisflokkinn hlaupast undan ábyrgð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2017 21:14 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra finnst útspil Sjálfstæðisflokksins ansi ódýrt. vísir/anton brink Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24