Fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 07:30 Ágúst Birgisson línumaður FH í leik á móti Haukum. vísir/Eyþór Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Erkifjendurnir og grannliðin Haukar og FH mætast í Schenker-höllinni í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Liðin mæta full sjálfstrausts til leiks enda bæði með fullt hús stiga og hafa spilað vel í upphafi tímabils. „Við fáum þennan leik á mjög skemmtilegum tímapunkti, þótt hann sé svona snemma. Mér finnst Haukar og FH búin að vera mest sannfærandi liðin það sem af er. Þau geta bæði stillt upp í góðar varnir, með góða markmenn fyrir aftan og hafa spilað vel í sókn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, handboltasérfræðingur 365, um stórleikinn í kvöld. „Þetta eru áþekk lið. Þau eru með tvær mjög heitar skyttur í Daníel [Þór Ingasyni] og Ísaki [Rafnssyni] og mjög klóka leikstjórnendur í Tjörva [Þorgeirssyni] og Ásbirni [Friðrikssyni].“ Jóhann Gunnar segir að Haukar hafi komið sér á óvart í byrjun tímabils. Liðið varð fyrir skakkaföllum á undirbúningstímabilinu og breiddin er ekki mikil. Stórskyttan Adam Haukur Baumruk veiktist m.a. illa og missir af fyrstu mánuðum tímabilsins. „Spilamennska Hauka hefur komið mér á óvart. Gunnar Magnússon hefur lagt þessa leiki frábærlega upp. Þeir líta mjög vel út með Björgvin [Pál Gústavsson] í svakalegum ham,“ sagði Jóhann Gunnar en landsliðsmarkvörðurinn hefur byrjað tímabilið frábærlega og verið með í kringum 50% markvörslu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Annar Haukamaður sem hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku í upphafi tímabils er Atli Már Báruson sem kom í sumar frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.Atli Már Báruson hefur reynst Haukaliðinu vel.vísir/ernir„Hann hefur verið ofurvaramaður undanfarin ár. Ég ætla að hætta að kalla hann seigan. Mér finnst hann orðinn mjög góður. Haukarnir voru mjög klókir að ná í hann,“ sagði Jóhann Gunnar um Atla Má. Líkt og Haukar varð FH einnig fyrir áfalli í sumar þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili, fór úr olnbogalið. Þrátt fyrir fjarveru þessa stórefnilega leikmanns hefur ekki séð högg á vatni hjá silfurliðinu frá því í fyrra. „Maður hefði haldið að það yrði stærra skarð að fylla. Það sést ekki á sóknarleik þeirra,“ sagði Jóhann Gunnar en FH skoraði samtals 75 mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Jóhann Gunnar segir erfitt að finna veikleika hjá Haukum og FH. Liðin hafi allavega ekki sýnt þá í fyrstu tveimur umferðunum. „Lítil breidd hefur ekki komið niður á Haukum og þeir eru greinilega í hörkuformi. Kannski markvarslan hjá FH. Hún var mjög góð í fyrsta leiknum en ekkert spes í síðasta leik. Annars finnst mér liðin líta rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar. Leikur Hauka og FH hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax eftir leikinn er komið að Seinni bylgjunni, uppgjörsþætti um Olís-deildirnar í handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni