Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 22:19 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. Hann spyr hvort að ummæli Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um að Bjarni hafi stillt formönnum hinna þingflokkanna upp við vegg og þannig hótað að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, séu til þess fallin að endurheimta traust á stjórnmálum. „Er það svo að þeir sem fara fram á vandað verklag við breytingar á stjórnarskrá verðskuldi ásakanir að skeyta engu um líf barna eða fálæti vegna kynferðisbrota? Ég hélt við hefðum fundið botninn í umræðu um þau mál í síðustu viku, en lengi getur vont versnað,“ skrifar Bjarni á Facebook síðu sinni þar sem hann fer yfir samninga um þinglok. „Nokkrir þingmenn fara mikinn í kvöld vegna þess að breytingar á stjórnarskránni (breytingaákvæðinu) eru ekki hluti samkomulagsins. Þannig segir Smári Mccarthy sem nýlega var í fréttum fyrir rætnar samlíkingar við mál Jimmy Savile, að ég hafi með aðkomu minni að þinglokasamningum hótað ,,að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur." Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?“Flestir vildu láta stjórnarskrána bíða Hann segir að þingið geti í krafti meirihlutavilja sett það á dagskrá sem það kýs. „Það er hins vegar niðurstaða langflestra þingflokka, eftir fjölda funda, að ljúka þinginu með fáeinum málum og láta stjórnarskránna bíða. Fyrir nokkrum dögum lagði ég fram tillögu að verklagi við breytingarnar sem allir formenn tóku nokkuð vel í á formannafundi. Píratar höfðu mestan fyrirvara og kröfðust þess á næsta fundi að breyting á breytingaákvæði stjórnarskrárinnar næði fram að ganga. Að þessu sinni skyldi þó farin önnur leið en þegar slíkt ákvæði var síðast í gildi, með lægri samþykkisþröskuldum. Fyrirvarar Pírata urðu á endanum til þess að ekkert varð úr samkomulaginu.“Færslu Bjarna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmFá mál sem þurfti að klára fyrir þinglok Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng. Við sjáum þarna möguleika til að klára þingstörfin á einum degi og við erum sáttir við það. Við töldum að það væru tiltölulega fá mál sem væri þörf og ástæða fyrir að klára fyrir þinglokin og þessi listi endurspeglar það að einhverju leyti þó að hann sé auðvitað málamiðlun þeirra flokka sem að honum standa,“ sagði Birgir í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld. Hann segir það óábyrgt að afgreiða málefni stjórnarskrárinnar þegar verið er að ganga til kosninga eftir nokkrar vikur. „Það mál sem kannski stóð mest í sumum öðrum flokkum á lokametrunum var það hvort taka ætti inn bráðabirgðaákvæði um breytingar á stjórnarskránni. Við lögðumst mjög gegn því að slíkt ákvæði væri tekið hér inn á einhverjum handahlaupum rétt fyrir þinglok og rétt fyrir kosningar. Okkur fannst það óábyrgt og satt að segja alveg galið að fara að blanda málum inn með þeim hætti svona þegar verið var að klára þingstörfin í aðdraganda kosninga.“Munu ekki hindra afgreiðslu frumvarps Loga Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flytjandi frumvarps um ríkisborgararétt handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra, hefur einnig gagnrýnt að samið hafi verið um þinglok fyrir lokuðum dyrum, en niðurstaða samkomulags fimm flokka er að gerðar verði bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum. „Það mál verður á dagskrá og það er flutt af formönnum þeirra flokka sem það styðja. Við stöndum ekki að því vegna þess að við teljum að verið sé að gera of miklar breytingar á útlendingalögunum að ekki vandlega yfirveguðu máli. Við hins vegar munum ekki leggjast gegn því að það verði afgreitt,“ segir Birgir.En er ekki hætta á því að börnum verði vísað úr landi og verði í raun fórnarlömb þessara stjórnarslita? „Það efast ég um, málin eru ennþá til meðferðar og það er ekki verð að vísa neinum úr landi. En við teljum að breytingar sem eru víðtækar breytingar á útlendingalögum hefðu þurft meiri yfirlegu áður en það er gengið frá þeim.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. Hann spyr hvort að ummæli Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um að Bjarni hafi stillt formönnum hinna þingflokkanna upp við vegg og þannig hótað að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, séu til þess fallin að endurheimta traust á stjórnmálum. „Er það svo að þeir sem fara fram á vandað verklag við breytingar á stjórnarskrá verðskuldi ásakanir að skeyta engu um líf barna eða fálæti vegna kynferðisbrota? Ég hélt við hefðum fundið botninn í umræðu um þau mál í síðustu viku, en lengi getur vont versnað,“ skrifar Bjarni á Facebook síðu sinni þar sem hann fer yfir samninga um þinglok. „Nokkrir þingmenn fara mikinn í kvöld vegna þess að breytingar á stjórnarskránni (breytingaákvæðinu) eru ekki hluti samkomulagsins. Þannig segir Smári Mccarthy sem nýlega var í fréttum fyrir rætnar samlíkingar við mál Jimmy Savile, að ég hafi með aðkomu minni að þinglokasamningum hótað ,,að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur." Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?“Flestir vildu láta stjórnarskrána bíða Hann segir að þingið geti í krafti meirihlutavilja sett það á dagskrá sem það kýs. „Það er hins vegar niðurstaða langflestra þingflokka, eftir fjölda funda, að ljúka þinginu með fáeinum málum og láta stjórnarskránna bíða. Fyrir nokkrum dögum lagði ég fram tillögu að verklagi við breytingarnar sem allir formenn tóku nokkuð vel í á formannafundi. Píratar höfðu mestan fyrirvara og kröfðust þess á næsta fundi að breyting á breytingaákvæði stjórnarskrárinnar næði fram að ganga. Að þessu sinni skyldi þó farin önnur leið en þegar slíkt ákvæði var síðast í gildi, með lægri samþykkisþröskuldum. Fyrirvarar Pírata urðu á endanum til þess að ekkert varð úr samkomulaginu.“Færslu Bjarna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmFá mál sem þurfti að klára fyrir þinglok Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng. Við sjáum þarna möguleika til að klára þingstörfin á einum degi og við erum sáttir við það. Við töldum að það væru tiltölulega fá mál sem væri þörf og ástæða fyrir að klára fyrir þinglokin og þessi listi endurspeglar það að einhverju leyti þó að hann sé auðvitað málamiðlun þeirra flokka sem að honum standa,“ sagði Birgir í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld. Hann segir það óábyrgt að afgreiða málefni stjórnarskrárinnar þegar verið er að ganga til kosninga eftir nokkrar vikur. „Það mál sem kannski stóð mest í sumum öðrum flokkum á lokametrunum var það hvort taka ætti inn bráðabirgðaákvæði um breytingar á stjórnarskránni. Við lögðumst mjög gegn því að slíkt ákvæði væri tekið hér inn á einhverjum handahlaupum rétt fyrir þinglok og rétt fyrir kosningar. Okkur fannst það óábyrgt og satt að segja alveg galið að fara að blanda málum inn með þeim hætti svona þegar verið var að klára þingstörfin í aðdraganda kosninga.“Munu ekki hindra afgreiðslu frumvarps Loga Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og fyrsti flytjandi frumvarps um ríkisborgararétt handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra, hefur einnig gagnrýnt að samið hafi verið um þinglok fyrir lokuðum dyrum, en niðurstaða samkomulags fimm flokka er að gerðar verði bráðabirgðabreytingar á útlendingalögum. „Það mál verður á dagskrá og það er flutt af formönnum þeirra flokka sem það styðja. Við stöndum ekki að því vegna þess að við teljum að verið sé að gera of miklar breytingar á útlendingalögunum að ekki vandlega yfirveguðu máli. Við hins vegar munum ekki leggjast gegn því að það verði afgreitt,“ segir Birgir.En er ekki hætta á því að börnum verði vísað úr landi og verði í raun fórnarlömb þessara stjórnarslita? „Það efast ég um, málin eru ennþá til meðferðar og það er ekki verð að vísa neinum úr landi. En við teljum að breytingar sem eru víðtækar breytingar á útlendingalögum hefðu þurft meiri yfirlegu áður en það er gengið frá þeim.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58
Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53