Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2017 06:00 Íraskur Kúrdi slappar af daginn eftir kjördag. Mögulegt er að hann hafi kosið með sjálfstæði á mánudag líkt og 90 prósent Kúrda. vísir/afp Kosningarnar um sjálfstæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Einungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfirgnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 prósentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með samanlagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrklandi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.vísir/epaTyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíuflutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúrdistan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án samráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafarlausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umræddum leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nærliggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánudagskvöld. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Kosningarnar um sjálfstæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Einungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfirgnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 prósentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með samanlagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrklandi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.vísir/epaTyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíuflutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúrdistan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án samráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafarlausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umræddum leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nærliggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánudagskvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira