Sviptingar á framboðslistum flokks í lífróðri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, rær nú lífróður með Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Samfylkingin berst nú fyrir lífi sínu en ljóst er að róður flokksins þyngist verulega nái hann ekki vopnum sínum í komandi kosningum. „Við misstum alltof margt Samfylkingarfólk til annarra flokka í síðustu kosningum. Ég vil að þau komi aftur heim og við munum breyta því sem þarf til þess að svo verði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Útlit er fyrir að framboðslistar Samfylkingarinnar taki algerum stakkaskiptum frá síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur afgerandi stuðning til forystu í Reykjavík samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er talið öruggt að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, muni leiða lista við hlið Helgu Völu í Reykjavík.Kristinn H Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Framboðslistar fyrir Reykjavík munu liggja fyrir að loknu kjördæmisþingi á morgun. Í Kraganum er ekkert augljóst oddvitaefni en Árni Páll Árnason og Margrét Gauja Magnúsdóttir gefa ekki kost á sér. Nafn Margrétar Tryggvadóttur er oft nefnt en hún skipaði 5. sæti á listanum fyrir síðustu kosningar og var færð niður um tvö sæti vegna formreglna prófkjörsins. Uppstillingarnefnd raðar á lista í kjördæminu og verða listar kynntir og samþykktir á kjördæmisþingi 3. október í næstu viku. Athygli vakti í vikunni að Katrín Júlíusdóttir sagði sig úr uppstillingarnefndinni í kjölfar gagnrýni á setu hennar þar vegna starfs hennar sem framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þá gæti tíðinda verið að vænta úr Norðvesturkjördæmi en kosið verður í efstu fjögur sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð til að uppstillingarnefnd raðaði svo til óbreyttum lista en vegna mótmæla á flokksráðsfundi í síðustu viku var fallið frá því og ákveðið að kjördæmisþing kysi í forystusæti listans. Auk Guðjóns Brjánssonar, þingmanns kjördæmisins, hefur Sigurður Orri Kristjánsson lýst yfir framboði. Fleiri eru nefndir fyrir vestan. „Ég er genginn í flokkinn og hef sagt að ég sé reiðubúinn að starfa í honum og gefa kost á mér til trúnaðarstarfa,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður. Hann vildi þó ekki tjá sig um framboð á kjördæmisþinginu, en tekið verður við framboðum á fundinum sjálfum áður en kosning í efstu sætin fer fram. Sigursteinn Másson gefur kost á sér í 2. sætið í Norðvesturkjördæmi. Vísir/GVAÞrír um 2. sæti á lista VG í KraganumKosið verður um efstu sætin á lista VG í Kraganum en stillt verður upp á lista flokksins í öðrum kjördæmum. Ástæðan er mótframboð Sigursteins Mássonar og Ingvars Arnarssonar gegn Ólafi Þór Gunnarsssyni í 2. sætið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur hins vegar sterka stöðu í 1. sæti. Flokkurinn kýs varaformann 7. október. Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, og Edward H. Huijbens, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri, hafa gefið kost á sér í embættið. Báðir eru þeir í Norðausturkjördæmi þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru fyrir á fleti og því óljóst hvort nýr varaformaður leiði lista fyrir flokkinn.Páll Valur BjörnssonMargir vilja Pál ValMargir flokkar bera nú víurnar í Pál Val Björnsson, fyrrverandi þingmann, sem sagði sig úr Bjartri framtíð fyrir nokkru. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Píratar, VG og Samfylkingin rennt hýru auga til hans. Páll valur segist vel geta hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á Alþingi og segir mikið hafa verið skorað á hann. Bæði fólk sem starfar með börnum og stjórnmálamenn. „Ég er félagshyggju- og jafnaðarmaður í hjarta mínu og myndi hugsa málið alvarlega ef óskað yrði eftir mér í framlínuna aftur.“ Lilja Alfreðsdóttir.Framsókn fyllir skörðinFramsóknarmenn eru í óðaönn að fylla skörð þingmanna sem horfið hafa á braut, ýmist sest í helgan stein eða flogið á vit annarra framboða. „Ég get ekki nefnt nein nöfn að svo stöddu,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, miðlægur kosningastjóri flokksins, en lætur í það skína að stórra tíðinda megi vænta af frambjóðendum í Reykjavík á næstu dögum. Lilja Alfreðsdóttir er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður en oddvitasætið norðanmegin er laust. „Ég er fullviss um að ný nöfn hér í Reykjavík eiga eftir að koma mörgum á óvart þegar þau verða kynnt á næstu dögum,“ segir Ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Samfylkingin berst nú fyrir lífi sínu en ljóst er að róður flokksins þyngist verulega nái hann ekki vopnum sínum í komandi kosningum. „Við misstum alltof margt Samfylkingarfólk til annarra flokka í síðustu kosningum. Ég vil að þau komi aftur heim og við munum breyta því sem þarf til þess að svo verði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Útlit er fyrir að framboðslistar Samfylkingarinnar taki algerum stakkaskiptum frá síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur afgerandi stuðning til forystu í Reykjavík samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er talið öruggt að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, muni leiða lista við hlið Helgu Völu í Reykjavík.Kristinn H Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Framboðslistar fyrir Reykjavík munu liggja fyrir að loknu kjördæmisþingi á morgun. Í Kraganum er ekkert augljóst oddvitaefni en Árni Páll Árnason og Margrét Gauja Magnúsdóttir gefa ekki kost á sér. Nafn Margrétar Tryggvadóttur er oft nefnt en hún skipaði 5. sæti á listanum fyrir síðustu kosningar og var færð niður um tvö sæti vegna formreglna prófkjörsins. Uppstillingarnefnd raðar á lista í kjördæminu og verða listar kynntir og samþykktir á kjördæmisþingi 3. október í næstu viku. Athygli vakti í vikunni að Katrín Júlíusdóttir sagði sig úr uppstillingarnefndinni í kjölfar gagnrýni á setu hennar þar vegna starfs hennar sem framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þá gæti tíðinda verið að vænta úr Norðvesturkjördæmi en kosið verður í efstu fjögur sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð til að uppstillingarnefnd raðaði svo til óbreyttum lista en vegna mótmæla á flokksráðsfundi í síðustu viku var fallið frá því og ákveðið að kjördæmisþing kysi í forystusæti listans. Auk Guðjóns Brjánssonar, þingmanns kjördæmisins, hefur Sigurður Orri Kristjánsson lýst yfir framboði. Fleiri eru nefndir fyrir vestan. „Ég er genginn í flokkinn og hef sagt að ég sé reiðubúinn að starfa í honum og gefa kost á mér til trúnaðarstarfa,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður. Hann vildi þó ekki tjá sig um framboð á kjördæmisþinginu, en tekið verður við framboðum á fundinum sjálfum áður en kosning í efstu sætin fer fram. Sigursteinn Másson gefur kost á sér í 2. sætið í Norðvesturkjördæmi. Vísir/GVAÞrír um 2. sæti á lista VG í KraganumKosið verður um efstu sætin á lista VG í Kraganum en stillt verður upp á lista flokksins í öðrum kjördæmum. Ástæðan er mótframboð Sigursteins Mássonar og Ingvars Arnarssonar gegn Ólafi Þór Gunnarsssyni í 2. sætið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur hins vegar sterka stöðu í 1. sæti. Flokkurinn kýs varaformann 7. október. Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, og Edward H. Huijbens, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri, hafa gefið kost á sér í embættið. Báðir eru þeir í Norðausturkjördæmi þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru fyrir á fleti og því óljóst hvort nýr varaformaður leiði lista fyrir flokkinn.Páll Valur BjörnssonMargir vilja Pál ValMargir flokkar bera nú víurnar í Pál Val Björnsson, fyrrverandi þingmann, sem sagði sig úr Bjartri framtíð fyrir nokkru. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Píratar, VG og Samfylkingin rennt hýru auga til hans. Páll valur segist vel geta hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á Alþingi og segir mikið hafa verið skorað á hann. Bæði fólk sem starfar með börnum og stjórnmálamenn. „Ég er félagshyggju- og jafnaðarmaður í hjarta mínu og myndi hugsa málið alvarlega ef óskað yrði eftir mér í framlínuna aftur.“ Lilja Alfreðsdóttir.Framsókn fyllir skörðinFramsóknarmenn eru í óðaönn að fylla skörð þingmanna sem horfið hafa á braut, ýmist sest í helgan stein eða flogið á vit annarra framboða. „Ég get ekki nefnt nein nöfn að svo stöddu,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, miðlægur kosningastjóri flokksins, en lætur í það skína að stórra tíðinda megi vænta af frambjóðendum í Reykjavík á næstu dögum. Lilja Alfreðsdóttir er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður en oddvitasætið norðanmegin er laust. „Ég er fullviss um að ný nöfn hér í Reykjavík eiga eftir að koma mörgum á óvart þegar þau verða kynnt á næstu dögum,“ segir Ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira