Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 07:02 Frá þinginu í Genf í gær. Twitter Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu. Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Þrjátíu og níu ríki, Ísland þeirra á meðal, hafa „þungar áhyggjur“ af stöðu mannréttindamála á Filippseyjum eftir að forseti landsins, Rodrigo Duterte, hóf mannskæða baráttu sína gegn fíkniefnum í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem fastanefnd Íslands hafði frumkvæði að og lesin var upp af Högna Kristjánssyni, fulltrúa Íslands, á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær er þess krafist að öll morð í landinu séu rannsökuð og til lykta leidd. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt þær þúsundir aftaka sem framkvæmdar eru án dóms og laga í landinu. Þannig geta lögreglumenn, sem og aðrir óbreyttir borgarar, tekið fólk af lífi fyrir það eitt að vera grunað um að hafa einhvern tímann neytt fíkniefna. Ef marka má tölur stjórnvalda hafa um sjö þúsund manns verið drepnir í stríði Duterte gegn fíkniefnum í landinu frá því að hann tók við stjórnartaumunum í fyrra. Margir telja það varlega áætlað, nær væri að ætla að 13 þúsund hafi verið myrtir.Ræðu Högna má heyra hér að neðan.„Við hvetjum stjórnvöld til að rannsaka þessu meintu mannréttindabrot og stuðla að öryggi innfæddra, blaðamanna og starfsfólks mannréttindasamtaka,“ las Högni á þinginu í gær. Hann fór þess einnig á leit í ræðu sinni að þessum aftökum yrði hætt og að Filippseyjar myndu þiggja aðstoð alþjóðasamfélagsins. Jafnframt gagnrýndi hann það sem kallað var „refsileysisandinn“ í landinu, það er að íbúar Filippseyja telji sig geta komist upp með hina alvarlegustu glæpi án þessi að hljóta teljandi refsingu fyrir. Önnur lönd sem að yfirlýsingunni stóðu voru Ástralía, Austurrríki, Belgía, Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Kanada, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Georgía, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lettland, Lichetensten, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Moldavía, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Úkraína og Þýskaland.Hver þykast þau vera? Fulltrúi Filippseyjanna á þinginu gaf þó lítið fyrir þessar kröfur ríkjanna. Hver væru þau að segja hvernig landar hans ættu að hátta mannréttindamálum? „Þetta eru sömu lönd og dásama réttinn til lífs á sama tíma og þau virða algjörlega að vettugi rétt hinn ófæddu,“ er haft eftir fulltrúanum í fjölmiðlum ytra. Hræsnarar væru ekki í neinni aðstöðu til að gagnrýna. Má þar ætla að hún hafi ekki síst verið að vísa í umfjöllun CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Downs-heilkennið á Íslandi. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli um alla heim, ekki síst vestanhafs, þar sem þingmenn og leikarar gagnrýndu Ísland fyrir að „drepa alla“ með heilkennið. Þannig sagði Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, með tárin í augunum að Íslendingar væru engu betri en nasistarnir í þriðja ríkinu.
Filippseyjar Svartfjallaland Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38