Hinn grunaði í Hagamelsmálinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2017 14:15 Frá vettvangi á Hagamel í síðustu viku. Vísir Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettnesku konunni Sanitu Braune að bana í fjölbýlishúsi á Hagamel þann 21. september, var framlengt um fjórar vikur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þá kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á öðrum tímanum. Maðurinn var handtekinn á Hagamel umrætt fimmtudagskvöld og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Framan af var hann í einangrun en ekki lengur. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt til 27. október. Aðspurður hvers vegna farið sé fram á varðhald á grundvelli almannahagsmuna en ekki rannsóknarhagsmuna, líkt og fyrir viku, segir hann ekki grundvöll hafa verið fyrir því lengur. Lögregla telji sig ekki þurfa að hafa hinn grunaða lengur í einangrun og ekki sé talin hætta á að hægt sé að spilla rannsókninni. Búið er að taka skýrslur af töluvert mörgum vitnum. Einar vill ekki upplýsa um það hvort einhver hafi orðið vitni að því þegar konunni var ráðinn bani. Hinn grunaði, hælisleitandi frá Yemen, hefur verið samvinnuþýður og yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins að því er Einar greindi Vísi frá í gær. Lögreglan vill þó ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu og ekki er komin endanleg niðurstaða úr krufningu er varðar dánarorsök. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Fjölskyldumeðlimur Sanitu Braune segir að hinn grunaði hafi veitt henni eftirför. 29. september 2017 06:09 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettnesku konunni Sanitu Braune að bana í fjölbýlishúsi á Hagamel þann 21. september, var framlengt um fjórar vikur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þá kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á öðrum tímanum. Maðurinn var handtekinn á Hagamel umrætt fimmtudagskvöld og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Framan af var hann í einangrun en ekki lengur. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt til 27. október. Aðspurður hvers vegna farið sé fram á varðhald á grundvelli almannahagsmuna en ekki rannsóknarhagsmuna, líkt og fyrir viku, segir hann ekki grundvöll hafa verið fyrir því lengur. Lögregla telji sig ekki þurfa að hafa hinn grunaða lengur í einangrun og ekki sé talin hætta á að hægt sé að spilla rannsókninni. Búið er að taka skýrslur af töluvert mörgum vitnum. Einar vill ekki upplýsa um það hvort einhver hafi orðið vitni að því þegar konunni var ráðinn bani. Hinn grunaði, hælisleitandi frá Yemen, hefur verið samvinnuþýður og yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins að því er Einar greindi Vísi frá í gær. Lögreglan vill þó ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu og ekki er komin endanleg niðurstaða úr krufningu er varðar dánarorsök.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Fjölskyldumeðlimur Sanitu Braune segir að hinn grunaði hafi veitt henni eftirför. 29. september 2017 06:09 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Fjölskyldumeðlimur Sanitu Braune segir að hinn grunaði hafi veitt henni eftirför. 29. september 2017 06:09