Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2017 12:15 Frá því verður greint hverjir það voru sem mæltu sérstaklega með því að Robert Downey hlyti uppreist æru, en leynd vegna þess hefur verið afar umdeild. Kompás Fallist hefur verið á kröfu fjölmiðla um aðgang að gögnum um Robert Downey. En, með takmörkunum þó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem vitnar í úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur kveðið upp úrskurð í málinu. Þar er vísað til kæru fréttamanns Ríkisútvarpsins í því samhengi en Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa einnig kært ákvörðun ráðuneytisins um synjun á aðgangi að téðum gögnum. Óskað var eftir að gangi að afritum af gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram um beiðni um uppreist æru. „Í samræmi við úrskurð nefndarinnar mun dómsmálaráðuneytið veita aðgang að bréfi umsækjanda þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda. Einnig verður veittur aðgangur að bréfi umsækjanda þar sem hann ítrekar beiðni sína um uppreist æru ásamt tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Með öðrum orðum þá verður greint frá því hverjir það voru sem mæltu sérstaklega með því að Robert hlyti uppreist æru, en að það lægi í þagnargildi hefur verið afar umdeilt, sem og ýmislegt annað í málinu öllu. Þar segir jafnframt að úrskurðarnefndin fallist þó á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“ Dómsmálaráðuneytinu er þar af leiðandi „óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.“ Dómsmálaráðuneytið mun bregðast við úrskurði nefndarinnar eins fljótt og unnt er í dag. Uppreist æru Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Fallist hefur verið á kröfu fjölmiðla um aðgang að gögnum um Robert Downey. En, með takmörkunum þó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem vitnar í úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hefur kveðið upp úrskurð í málinu. Þar er vísað til kæru fréttamanns Ríkisútvarpsins í því samhengi en Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa einnig kært ákvörðun ráðuneytisins um synjun á aðgangi að téðum gögnum. Óskað var eftir að gangi að afritum af gögnum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram um beiðni um uppreist æru. „Í samræmi við úrskurð nefndarinnar mun dómsmálaráðuneytið veita aðgang að bréfi umsækjanda þar sem sótt er um uppreist æru, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda. Einnig verður veittur aðgangur að bréfi umsækjanda þar sem hann ítrekar beiðni sína um uppreist æru ásamt tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þá verður jafnframt veittur aðgangur að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni,“ segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Með öðrum orðum þá verður greint frá því hverjir það voru sem mæltu sérstaklega með því að Robert hlyti uppreist æru, en að það lægi í þagnargildi hefur verið afar umdeilt, sem og ýmislegt annað í málinu öllu. Þar segir jafnframt að úrskurðarnefndin fallist þó á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“ Dómsmálaráðuneytinu er þar af leiðandi „óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.“ Dómsmálaráðuneytið mun bregðast við úrskurði nefndarinnar eins fljótt og unnt er í dag.
Uppreist æru Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira