Horfst í augu við staðreyndir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Tengdar fréttir Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00 Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization.
Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun