Mýtan um Norðurlöndin Guðmundur Edgarsson skrifar 13. september 2017 07:00 Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norðurlandanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar velgengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegs velferðarkerfis er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuldir, langvarandi atvinnuleysi og stöðnun á mörgum sviðum. Það sem Norðurlöndin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er því ekki hið margrómaða velferðarkerfi heldur aðrir þættir.Menningin skýringarþáttur Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungumálið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur sem dregur úr líkum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Í ofanálag hafa Norðurlöndin búið við tiltölulega frjálst atvinnulíf sem lagt hefur grunninn að traustum efnahag þeirra. Það sem ennfremur bendir til þess að hin norræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgengni Norðurlandanna en háir skattar og viðamikið velferðarkerfi er að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er til að mynda mun minna, laun hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlöndunum.Norðurlöndin áður fyrr Þá nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni en önnur vestræn ríki áður en norræna velferðarmódelið var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vestræna heims. Skattar voru lágir, opinberi geirinn lítill og velferðarþjónusta miðaðist við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævilíkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Norræna velferðin virðist því byggja á menningartengdum þáttum fremur en umfangsmiklu velferðarkerfi og ofursköttum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Skoðun Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Hún er lífseig mýtan um að hagsæld Norðurlandanna byggi á víðtæku velferðarkerfi og háum sköttum. Ef svo væri myndu lönd eins og Frakkland, Grikkland og Ítalía njóta sams konar velgengni. Þrátt fyrir skattagleði þessara ríkja og rausnarlegs velferðarkerfis er staðan í þessum löndum hins vegar óralangt frá því að vera viðunandi. Löndin glíma við gríðarlegar skuldir, langvarandi atvinnuleysi og stöðnun á mörgum sviðum. Það sem Norðurlöndin hafa haft fram yfir flest önnur samanburðarlönd er því ekki hið margrómaða velferðarkerfi heldur aðrir þættir.Menningin skýringarþáttur Þannig er að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að vera tiltölulega fámenn og einsleit samfélög. Íbúarnir tala sama tungumálið og deila sömu sögu, trú og hefðum. Hugsunarháttur og lífsstíll er áþekkur sem dregur úr líkum á spillingu og valdabrölti í stjórnkerfinu. Í ofanálag hafa Norðurlöndin búið við tiltölulega frjálst atvinnulíf sem lagt hefur grunninn að traustum efnahag þeirra. Það sem ennfremur bendir til þess að hin norræna menning sé mun sterkari áhrifaþáttur í velgengni Norðurlandanna en háir skattar og viðamikið velferðarkerfi er að norrænu fólki vegnar mun betur í Bandaríkjunum en á Norðurlöndunum þar sem skattar eru mun hærri. Atvinnuleysi meðal norrænna Bandaríkjamanna er til að mynda mun minna, laun hærri og félagslegur hreyfanleiki talsvert meiri en þekkist á Norðurlöndunum.Norðurlöndin áður fyrr Þá nutu Norðurlöndin mun meiri velgengni en önnur vestræn ríki áður en norræna velferðarmódelið var tekið upp í kringum 1960. Fyrir 1960 voru lönd eins og Danmörk og Svíþjóð með markaðsdrifnari löndum hins vestræna heims. Skattar voru lágir, opinberi geirinn lítill og velferðarþjónusta miðaðist við þá sem ekki voru bjargálna. Löndin bjuggu við þróttmikið efnahagslíf og velferð á flestum sviðum í samanburði við önnur ríki. Tíðni ungbarnadauða var með því lægsta sem þekktist, ævilíkur meðal þeirra hæstu í heiminum, fátækt minni og menntunarstig hærra en finna mátti annars staðar. Norræna velferðin virðist því byggja á menningartengdum þáttum fremur en umfangsmiklu velferðarkerfi og ofursköttum. Höfundur er kennari.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar